PS2 net Sony hefur gert samning við japanska fyrirtækið NTT til að koma PS2 netinu vel fyrir í Japan.
Netið mun bjóða upp á netspilun, download á demóum, tónlist, kvikmyndum og ýmsum öðrum hlutum.
Allt þetta fer í gegnum háhraða nettengingu NTT. Það sem kvikmyndirnar varða er að hægt er að horfa á þær í gegnum breiðband. Þú getur líka sett inn kyrrmyndir með því að nota i.link tengda myndavél. Það verða líka möguleikar að uppfæra DVD driverana. We would like to offer not only game and entertainment content but also offer two-way (interactive) services, including TV, on a global scale,'' sagði forstjóri SCE Ken Kutaragi. Þetta kemur bara Japan við, við eigum semsagt möguleiki á netpspilun á næsta ári.
Sumir ykkar þarna voru að spyrja hvernig netið myndi virka á PS2.
Þú kaupir netkortið sem verður gefið bráðlega út og smellir því í tölvuna. Á því er ethernet tengi, þú tengir snúru í það og hinn endinn á því fer í eitthvað hefðbundið módem , hefðbundið ADSL væri bara fínt. Þú verður að hafa í huga að vera búinn að fá þjónustu. Þá tengirðu þig við netið, og voila welcome to the third place. Hægt verður að kaupa harðandisk sem þú smellir aftan í PS2 vélina, harði diskurinn verður ágætlega stór, eða 40GB. Það sem að hann gerir er að stytta loading tímana, meira geymslupláss og gefur þér fleiri textura. Harðidiskurinn verður á 15.000 kr þegar hann lætur sjá sig. Verð á netkortinu í BNA á að vera 5000 kr. Ég býst samt við mikilli álagningu þegar hann kemur hingað. Mörg ykkar þarna úti eru að pæla hvort þetta gangi upp, þið sem áttuð Dreamcast voru örugglgega fyrir vonbrigðum við það sem netið varðar. Samkvæmt mínum heimildum þá eru Sony mjög ákveðnir í þessu, og meira að segja Simnet mun opna servera fyrir okkur. Hins vegar á Tony Hawk 3 sem kom út fyrir stuttu m ekki þurfa allt þetta, eina sem þú þarft til að spila hann er USB módem, ég er ekki alveg 100% viss hvernig það virkar, en ég hugsa að 56k sé nóg. Þannig ef ég skil þetta rétt þá getum við netspilað Tony Hawk 3 núna.
Mörg ykkar eru að spá í hvort þetta sé bara ekki hefðbundinn borðtölva. Ég verð að segja að þetta lítur nú þannig út. Stýrikerfið í verður sáraeinfalt og ég tel 10 ára stelpu geta náð tökum á þessu … Það verður gaman að spila við mörg ykkar í náinni framtíð.