Fréttabútur dagsins Lækkun Playstation 2 tilkynnt í Japan.

Sony Computer Entertainment tilkynnti í dag að þeir muni lækka verðið á SCPH-30000 vöndlinum af Playstation 2 vélinni niður í 29800 yen (rúmar 26,000 krónur). Þetta er í annað sinn á sex mánuðum að Sony lækkar verðið á vélinni á þessu svæði. PS2 pakkinn á þessu verði mun ekki innihalda minniskort og DVD fjarstýringuna. Sony sagðist einnig ætla að markaðssetja vélina til annarra asískra landa eins og t.d. Hong Kong og Taiwan.

Heimildir: GameSpotVGNews

Nocturne á leiðinni í bíó

Ódauðlegir bófar og vampírur munu brátt sjást á hvíta tjaldinu þar sem Nocturne, leikur Terminal Reality verður að kvikmynd. Hægt er að lesa nánar um það hérna -> http://gamespot.com/gamespot/stories/news/0,10870,2827213,00.html

Final Fantasy XI vefmyndavél.

SquareSoft virðist hafa sett upp einhversskonar vefmyndavél í beinni útsendingu af heim FFXI. Sýnist vera frekar einkennileg hugmynd en ef þig langar að sjá hvað er að gerast kíktu þá á heimasíðu SquareSoft.

Yfirmaður fjármálasviðs SquareSoft lætur af störfum.

Yfirmaður fjármálasviðs japönsku höfuðstöðva SquareSoft, Hisashi Suzuki hefur sagt starfi sýnu lausu. Yfirmaður verkefnastjórnunar Toichi Wada mun taka við starfi hans 1 desember. Ástæða uppsagnar Hisashi Suzuki er bein afleiðing slæmrar innkomu vegna Final Fantasy bíómyndarinnar sem kostaði SquareSoft eitt drekkhlaðið skip af seðlum.

Næsti fréttabútur væntanlegur á morgun.

ScOpE