Namco stefnir hátt með Playstation 2 Namco, hið japanska leikjafyrirtæki býst við góðri sölu á Xenosaga, Tekken 4 og nýja hafnarboltaleiknum.

Japanska fréttablaðið Mainichi Shinbun greindi frá áætlunum Namco fyrir Playstation 2 árið 2002. Samkvæmt greininni ætlar Namco að gefa út Xenosaga, hlutverkaleik sinn sem er beðið eftir með mikilli eftirvæntingu í byrjun febrúar og þeir munu jafnframt gefa Tekken 4 út fyrir lok mars. Namco gerir ráð fyrir að selja um 600,000 eintök af Xenosaga í Japan og um 450,000 eintök af Tekken 5. Að auki mun Namco gefa út hafnaboltahermi sem áætlað er að muni seljast í nálægt 1.3 milljón eintökum.

Heimildir: SourcePS2IGN.Com