Jæja núna er ég buin að spila þennan leik sundur og saman og tel mig getað skrifa réttlætanlegan dóm um leikin..

Single Player parturinn af HALO samastendur af 10 mismunandi pörtum. Hægt er að spila leikinn á 4 mismunandi erfiðleikastigum og valid ég Heroic sem er næst erfiðast.

Leikurinn byrjar á því að ráðist er á geimskip sem maður eru í, og þarf maður óvopnaður að komast í brú skipsins á meðan skotið er á mann úr öllum áttum og sprengingar vinstri hægri skekja skipið. “Þess má geta að stjórntækið sem fylgir með X-boxinu er augljóslega með mun nákvæmari og fjörlbreytilegri ”SHOCK“ stillingum heldur en ég hef áður kynnst á öðrum leikjavélum og strax í byrjun leiks verður maður var við hve mikilvægt þetta er fyrir leiki í dag.” Leikurinn byrjar svo loks fyrir alvöru eftir að maður hefur hitt skipstjórann og hann segir manni hvað sé í gangi, og vopnaður skambyssu einni leggur maður á stað.

Það tekur circa 20 sekúndur fyrir leikin að sýna manni hverju maður á von á þegar Covenants, en svo heita erkifjendurnir sýna sig fullvopnaðir. Það merkilega er að þegar maður tekur þátt í bardögum er maður að öllu jöfnu með frá 1 til 8 NPC með sér sem taka þátt í bardögum með manni allavega í fyrsta kafla þar sem ráðist er á skipið sem maður er um borð í. NPC eru með mjög gott AI og er mikið um að þeir “coveri” mann þegar maður sækir eftir göngum skipsins og einnig ef maður þarf að hörfa!

Er fyrsti kaflin í leiknum samt talsvert einhæfur þar sem ekki breytist mikið útlit borðsins en dimmir gangar og brennandi brak ásamt hræjum og óhljóðum sem bergmála um gangana er nóg til að halda manni strektum á taugum allt fram á enda borðsins.

Strax í örðum kafla þegar lent er á plánetuni HALO tekur við þvílík grafík og víðátta að maður hefur ekki séð annað eins áður í svipuðum leik. Á þessum tímapunkti er maður með aðgang að allavega 4 mismunandi vopnum, skambyssunni traustu, automatic velbyssu , og 2 byssum sem maður getur hirt upp af Covenants. Einnig má ekki gleyma handsprengjum en valið stendur milli 2 tegunda, plasma grenades og frag grenades. Ef svo skemtilega vill til að maður nái að henda plasma sprengju beint í einvern óvini þá hangir hún föst á honum þar til hún springur, og er ótrúlega gaman að horfa á kvikyndin hlaupa í hringi að reyna að hrista hana af sér. þegar sprengjur springja kastast allt til í næsta nágrenni svo sem hræ hendast upp í loft og byssu og annað lauslegt hendist allt saman til og er bara unun að horfa á þetta allt saman þar sem ég hef aldrei séð annað eins í nokkrum leik. Strax á öðrum part fær maður að keyra jeppan sem orðin frægur er úr myndum á netinu og er hann ágætis viðbót við allt annað og þegar maður nær tökum á að keyra hann er það eins og að hjóla, ekkert mál.

Partur 2 gerist að degi til á plánetuni HALO og hvort sem maður horfir á sjóin, skýin, skóganna, tré eða allt annað er þetta allt nýtt fyrir manni í tölvuleik. Maður heyrir í vindinum, maður heyrir tréin braka. Allt er gert til að gera leikin sem raunverulegastan án þess þó að maður gleymi því að maður sé að spila tölvuleik.

Í þriðja borði færist nóttin yfir og maður kynnist Sniper riflinum, úje! Sniperinn bíður upp á 3 mismunandi zoom mode. Standard, medium og long range, og einnig er hægt að kveikja á night vision mode í honum til að nota um nætur. Öll vopnin sem ég hef séð hingað til eru snilldar vel hönnuð og virka mjög raunveruleg í þessum heimi sem leikuirnn gerist í. Yfirleitt notast maður við einhver vopn sem maður heldur sig við út allan leikin, en í HALO er maður alltaf að nota mismunandi vopn eftir því hve vel á við og svo ahdnsprengjur vintri hægri.

Það tók mig um það bil 30 mínútur að venjast stýripinnanum en eftir að maður er búin að ná öllum stillingum sem hann bíður upp á þá hefur maður fullkomna stjórn á ölll sem maður gerir og hef ég ekki fundið fyrir svona góðri stjórn á hlutum nema í PC leikjum sem augljóslega bjóða manni að nota lyklaborð

Svona eftir að hafa spilað í gengum 40% af leiknum þá er einkun mín á þessum leik eftirfarandi

Grafík…
10 af 10 mögulegum. Flottasti leikur sem ég hef séð!

Hljóð
9,5 . Tónlistin er gargandi snilld og öll hljóð í leiknum eru mjög vel gerð. Einnig er hljóðið mikill partur af leiknum þar sem maður þarf að hlusta eftir hljóðum eftir að óvinirnir fara að verða ósýnilegar aka Predator Style…

Gameplay
9 af 10 mögulegum
Leikurinn hreynlega dregur mann inn í heiminn sem hann gerist í og maður veit ekki hvað er að gerast í kringum sig í “the real world”
Eini gallin er að maður getur ekki farið aftur á bak og spilað eitthvað aftur sem maður er buin að spila áður nema byrja á kaflanum frá upphafi.


Sama hvort menn hafa áhuga á X-box eða ekki þá er þetta leikur sem gerir allt sem hann ætlar sér að gera.

Þetta er PURA tölvuleikur eins og þeir gerast bestir.

Fyrir mitt leiti og eru það stór orð en Half Life er ekki lengur besti 3D fyrstu persónu skotleikur í Minni bók..

Mín Einkun

SNILLD SNILLD SNILLD SNILLD SNILLD

MadMax