Fyrirtækið Chipworks sem sérhæfir sig í að rífa í sundur leikjatölvur og annan hátæknibúnað hefur komið krumlum sínum yfir X-boxið og gæjarnir þar gerðu náttúrulega það sem þeir gera best þegar þeir fengu nýja X-boxið í hendurnar… rifu það í frumeindir.

Það sem þeir komust að var að X-boxið er í raun bara PC tölva með alltílagi örgjörva og frábært skjákort og lítinn HD.

Örgjörvinn er Intel PIII sem keyrir á 733Mhz.

Um grafíkina sér breyttur Geforce3 GPU sem keyrir á 250Mhz.

Minnið í tækinu er svo 64MB af DDR-SDRAM sem keyrir á 200Mhz

Í tækinu er einnig annað chip frá nVidia sem sér um IDE controller sem fer allt upp í Ultra DMA 100 og sér um 10GB harðan disk og DVD-drifið, 10/100 netkortið, og 4 USB port. Á harða disknum er breytt útgáfa af Windows XP.

GPU-inn nær allt að 1920x1080 pixla upplausn fyrir HDTV, getur renderað 125 milljón polygon á sekúndu og hefur minnisbandvídd uppá 6,4GB á sekúndu sem samkvæmt Chipworks er betra en bæði PS2 og Gamecube og er samkvæmt Chipworks eini marktæki munurinn á X-box og keppinautunum.

Rx7