Zelda: Ocarina of Time Geðveikur*Geðveikur*Geðveikur*

(Sumir ættu að vita hvað ég virkilega meina með þessum morðum :þ)


Sumir leikir eru einfaldlega betri en aðrir, þannig er það bara. En einn er efsti kubbur píramítans, hann ógleymanlegur, sama hversu gamall hann er og sá leikur fer bara eftir smekk. Núna ætla ég að fjalla um leik sem kom úr fyrir 3 árum, já hann er gamall, en eins og ég sagði áðan þá mun ég ekki gleyma honum. Það var mér sannkallaður heiður að fá að spila hann, ég var mjög lengi með hann eða u.þ.b 3 mánuði, því ég lék mér að fíflast í öðrum heimi og oft bara sama um hvað ég átti að gera.

Leikurinn fjallar um Link, ungan dreng sem á enga foreldra, hann býr í skógi þar sem fólk eldist ekki, þar býr hann með öðrum krökkum ásamt risastóru vitsmuna tré sem sér um börnin. Link er frábrugðin öðrum krökkum í skóginum.
Ekki líður að löngu þar til tréð sendir link út úr skóginum í hinn stóra heim. Þar á hann að koma í veg fyrir að illmennið Ganondorf nái völdum, en eina leiðin til þess er að ná í triforce, en það er einskonar steinn, og ef einhver snertir hann mun hann vera allsráðandi heimsins. Ég ætla ekki að segja frá allri sögunni en hún er mjög góð, maður kynnist fullt af fólki í gegnum leikinn sem hjálpar manni á ýmsan hátt. Stjórn leiksins er mjög þægileg og reyndar byltingakennd, Nintendo fann nefnilega upp á því sem margir aðrir hermt eftir *cough*dark cloud*cough* hafa , en það er Z-miðun.

Gameplay 10.0


Grafík leiksins eru mjög góð, og mér finnst það reyndar enn í dag. Þegar sólin sest er himinn rauður og þegar hún rís þá er mjög flott morgunþoka, maður tekur reyndar eftir fullt af svona effectum í gegnum leikinn. Fólkið í leiknum er líka mjög vel hannað, þess vegna fannst mér mjög að sjá endakallinn. Heimur leiksins er mjög stór og það var ákaflega gaman að skoða ný svæði. Leikurinn er eiginlega bara í heild mjög flottur, og því mátti greinilega sjá að Nintendo vönduðu sig með hvert einasta smáatriði.


Grafík 10.0


Það er ekki alveg nóg að sjá dagana koma og fara, maður vildi líka heyra í fuglunum og vatninu o.s.fv. Það var feykilega gott hljóð í leiknum. Laglínurnar voru væga sagt frábærar, en það vantaði hins vegar klassíska Zelda themeið, en mér var svo sem sama því nýja themeið var mjög gott líka.

Hljóð 10.0

Leikurinn er frekar langur, tekur um 30 klst fyrir venjulegan spilara að klára, eftir maður hefur vinnur leikinn, þá getur maður bara haldið áfram að gá af pöddum sem eru allstaðar í leiknum, en maður fær góð verðlaun ef maður safnar um 100 þannig.

Ending 9.0


Leikurinn =10.0

Maður vorkennir þeim sem hafa ekki spilað Zelda leik áður, ef þau vissu bara hvað þau eru að missa af. Þess vegna mæli ég með því að þið spilið þennan leik í gegn.