Leikjatölvu Trivia 2 (3. apríl - 23. apríl) Spurningar & Svör Þá er annarri Leikjatölvu Triviunni lokið og var þátttaka ívið betri í þetta sinn, en alls tóku 21 manns þátt en það er aukning um 10 keppendur. Ein helsta ástæða þess er sennilega sú að ég ákvað að gera þessa aðra Triviu talsvert auðveldari, enda fengu flestir nokkuð mörg stig. Keppnin að þessu sinni var sennilega aðeins of einföld og verður hún því þyngri næst.

Alls 6 manns náðu að svara öllum spurningunum rétt og óska ég þeim innilega til hamingju, en þeir deila þá allir fyrsta sætinu.


Arcadem – 10
Heimadrengur – 10
HoppiSkoppi – 10
Plomid – 10
SamusAran - 10
Sykurpudi – 10

Vilhelm – 9
Mundi – 8
Pikknikk – 8
Blublu – 7
Dark2 – 7
Arnifannar03 – 6
Ljosastaur – 6
Pezkall87 – 6
GrautarHauS – 5
OfurAlli – 5
Tandri – 5
Jammy – 4
Manimal – 4
THT3000 – 4
Shadowfaxx – 2


Spurningar & Svör

1. Það hefur lengi verið talið að herkænskuleikir eigi ekki heima á leikjatölvum. Hinsvegar kom út leikur á síðasta ári á Xbxo 360 sem algjörlega afsannaði þá keninngu og fékk almennt frábærar viðtökur frá gagnrýnendum um allan heim. Leikur þessi er byggður á einum frægasta fantasíu heimi allra tíma og spurt er um fullt nafn leiksins.
Svar: The Lord of the Rings, The Battle for Middle-earth II.


2. Fyrir einhverju síðan varð allt vitlaust í fjölmiðlum um allan heim og var þá í gríð og er talað um nokkuð sem kallast “Hot Coffee” – Um hvað er átt hér?
Svar: Mod í Grand Theft Auto: San Andreas sem gerði leikmönnum kleyft að taka þátt í ýmsum kynlífs leikjum innan leikheimsins.


3. Umræddur leikur féll gríðarlega vel í gramið hjá gagnrýnendum. Hann kom út á Xbox, Playstation 2 og PC en seldis því miður einungis í 90 þúsund eintökum. Hver er leikurinn?
Svar: Psychonauts.


4. Í hvaða tölvuleikjaseríu er Kratos aðal persónan?
Svar: God of War


5. Undanfarnar tvær leikjatölvur frá Nintendo, Wii og DS Lite eiga það sameiginlegt að vera báðar afar fagrar í útliti og stílhreinar. Er þeim gjarnan líkt við vörur frá öðru fyrirtæki sem heitir sama nafni og ávöxtur. Hvert er fyrirtækið?
Svar: Apple


6. Hvaða Nintendo 64 leikur var sá fyrsti til að nota “Rumble Pack”?
Svar: Star Fox 64 / Lylat Wars


7. Hvað átti spilandi að gera, til að fá besta endan í upprunalega Metroid leiknum?
a) Sigra leikinn undir vissum tíma mörkum.
b) Sigra leikinn án þess að deyja.
c) Sigra leikinn með fulla orku.
Svar: a) Sigra leikinn undir vissum tíma mörkum.


8. Hvaða tölvuleikur er hér ruglaður: awerioarw hmoost meosv
Svar: WarioWare: Smooth Moves


9. Eftirfarandi skjáskot sýnir hvaða tölvuleik?
Svar: Mike Tyson’s Punch-Out


10. Eftirfarandi skjáskot sýnir hvaða tölvuleik?
Svar: God of War II


Athugasemdir, ábendingar og/eða spurningar skulu vinsamlegast sendast í einkaskilaboðum til mín, TheGreatOne