(PS2) Splashdown - Hands on impressions Splashdown
Playstation 2
Publisher: Infogrames
Developer: Rainbow Studios & Atari
6. Nóvember 2001

Jæja, nú er mér farið að líða illa. Ekki nóg með að maður sé með endalaust mikið af góðum Playstation 2 leikjum nú þegar þá þarf alltaf nýr og nýr að láta ljós sitt skína. Ég vildi óska þess að það væri einn dagur í viku sem maður gæti notað til að spila bara PS2.

Splashdown er nýjasti leikur Rainbow Studios og svipar að mörgu leiti til Wave Race leikjanna sem hafa komið út á N64 og GameCube. Eftir að hafa spilað WR leikina þá bjóst ég ekki við miklu frá þessum þar sem Nintendo hefur alltaf fókuserað mikið á þessa tegund af leikjum. Þetta er reyndar í fyrsta sinn sem ég sé leik af þessari tegund fyrir Playstation2.

Það fyrsta sem blasir við manni þegar maður hleður upp leikinn er val á tungumáli og mynd í bakgrunni af heavy flottri gellu, NAKTRI á Sea-Doo. Ég var bara “uh ok”, hvað á þetta að þýða? :) Ekki eins og ég kvarti neitt hehe. Anyway, intróið þýtur af stað eftir að maður velur English og er það gert með in-game grafík og brjálaðri myndatöku í takt við lagið “Right Now” með SR-71.

Það fyrsta sem ég prófaði þegar ég fékk tækifæri til að spila var að fara í Free Ride, þ.e. engin keppni, einungis til að kynnast tökkunum og finna fyrir rennsli leiksins. Um leið og leikurinn hlóðst inn þá varð ég agndofa, aldrei á ævinni hafði ég sé eins flotta vatnseffecta, það liggur við að maður slefar.

Stjórnun leiksins er mjög góð, það er alveg endalaust gaman að sikk sakka og skvetta vatninu til og frá í allar áttir. Maður fær virkilega góða tilfinningu fyrir þessu öllu og langar mest af öllu til að kaupa sér flugmiða til Florída og fara að gera þetta af alvöru, svo gott er rennsli leiksins.

Tónlistin er einnig svakalega góð og soundtrackið alveg einstakt, hér er listi yfir það:

Sum 41 “All She's Got”
Sum 41 “Rhythms”
Smash Mouth “All Star”
Groovie Ghoulies “Chupa Cabra”
Groovie Ghoulies “Graceland”
The Donnas “You've Got A Crush On Me”
Man or Astro-man? “A Mouthful of Exhaust”
SR-71 “Right Now”
KMFDM “son of a Gun”
Blink 182 “The Rock Show”
Otis “Hold Your Breath”
The Dude “Rock Da Juice”

Titillag leiksins er eins og áður sagði SR-71 “Right Now” og passar mjög vel inn í andrúmsloftið.

Annars ætla ég ekki að fara fleiri orðum um ágæti þessa leiks að þessu sinni. Ef þið hafið einhverjar spurningar þá er ég vel til í að svara þeim. Annars tel ég að þessi leikur muni halda mér frá GTA3 í nokkra daga í viðbót.

Splashdown er alveg þess virði að kaupa en þegar lengra er litið þá er hann mjög hentugur fyrir helgarleigu eða svo.

Ykkar einlægur,
ScOpE