What´s up pals?
Get it? PALS :)

Það er ekkert grín að vera palari, við fáum allt seinast og oftast er það lélegra en NTSCarar.
Ég ætla að útskýra þetta aðeins nánar.

NTSC = Bandarískt kerfi yfir sjónvörp þar sem tíðnin fyrir skjáinn að endurbyrrta allt er 60hz.

PAL = Evrópskt kerfi yfir sjónvörp þar sem tíðnin fyrir skjáinn til að endurbyrta allt er 50hz.

Koma þessi hz okkur spilurum við? Jú þau ráða oftast hraða leiksins, það er mjög pirrandi að þurfa að spila leiki 17,5% hægar en BNA menn. Leiðinlegt að flest evrópskt sjónvörp eru með lægri tíðni annars vær þetta ekki vandamál. Til eru evrópkst sjónvörp sem styðja 60hz, en framleiðendur hugsa lítið út í það fyrst að einungis 10% PAL sjónvarpa ráð við það. Þeir geta sett inn 60hz valmöguleika eins og Naughty Dog ætla að gera við Jak and Daxter, en oftast eru framleiðendur of latir, þá er ég ekki bara að tala um þá sem að gera óþekktu leikina, heldur gera fyrirtæki á borð við Polyphony og Capcom. Polyphony gæti alveg eins bara sett inn þennan möguleika meðað við allan þann tíma sem það tók að klára Gran Turismo, nei þeir bara nenna því ekki, alveg eins og með Devil May Cry . Í Gran Turismo er þetta ekkert svo slæmt vegna þess að þeir létu leikinn vera PAL friendly, en hann er samt ekki á 60hz. Auk þess eru PAL útgáfur oft það lélegar að það er minnkað skjáinn þar sem að leikurinn spilast í sömu upplausn og NTSC (en PAL er með hærri upplausn), sett inn svona hálfgert widescreen og þá oft líka lóðrétt. Fullt af framleiðendum sem unnu á Dreamcast settu þetta inn, afhverju gera þeir þetta ekki við PS2? Þeir bara nenna því ekki.


www.50hurtz.com er góð síða til að kynna sér þetta betur.


Takk fyri