Maximo: Ghost to Glory (PS2) Hver man ekki eftir Maximo leiknum Maximo: Ghosts'N Goblins frá Capcom? Jæja nú er Capcom að fara að gera nýjan Maximo leik. Sagan í leiknum er þessi venjulega riddara saga. Vondur djöfull rænir 6 prinsessum og ætlar að nota afl þeirra til þess að opna vegin til landsins þar sem að allir djöfsarnir búa í. Og svo náttúrulega til þess að verða alvaldur.
En jafnvel þótt að sagan er ekki upp á marga fiska þá á gameplayið að vera með eins mikið skemmtanagildi og fyrri leikurinn. Þar sem að leikurinn snýst bara um að skemmta sér en ekki um grafík (jafnvel þótt að hún er mjög góð í Ghosts to Glory). Sem að er kærkomið þar sem að margir leikir virðast bara snúast núna um grafík en ekki gameplay.
En að efninu.
Leikurinn snýst sem sagt um að drepa vondu kallana þangað til að þú kemur að endakalli og þannig (þetta klassíska arcade gameplay). Og til þess að drepa alla vondu kallana þá getur þú hoppað, varið þig með skildinum og náttúrulega ráðist á óvinina með sverðinu. Allt þetta (fyrir utan hoppin) er hægt að gera betra og betra með því að fá power-ups og þvíumlíkt.
Svo eins og í fyrri leiknum að ef maður missit brynjuna þá bara endar maður á nærbuxunum. Já það er rétt hann fer á naríurnar.
Svo ef maður lemur sverðinu í tré þá festist það og svo framvegis.
Maximo: Ghosts to Glory er leikur sem að ég á eftir að bíða með eftirvæntingu en hann á að koma tik Bandaríkjanna í Febrúar 2002 (ekki fann ég neitt um Evrópu útgáfudaginn).
Enjoy
—————————-