(PS2) Tony 3 - Hands on impressions Ætli ég geti ekki fullyrt 100% sem svo að ég hafi verið fyrsti Íslendingurinn til að testa heildarútgáfu THPS3 í gærkvöldi. :)

*brag* *brag*

Nei, nei. En nú að alvörunni.

Tony Hawk 3 er ekki ýkja mikið öðruvísi heldur en Tony Hawk 2. Það eru tiltölulega sömu hjólabrettamennirnir þarna að undanskildum nýliðanum úr Jackass, Bam Margera. Það sem ég tók eftir við fyrstu spilun var að í Menúinum er hægt að gera allan andskotann. Til að mynda er hægt að breyta útliti á köppunum, endalaust mikið af fötum og öðrum “skeit-tízku” hlutum sem hægt er að notast við til að gera leikinn sem smartastann.

Jæja, svo að ég reki nú hvernig ég fílaði þetta svona í fyrsta sinn þá byrjaði ég að velja Bam Margera að sjálfsögðu enda hef ég verið í kynnum við manninn persónulega gegnum tölvupóst fyrir skömmu. Fékk meira að segja að klæða hann úr bolnum og setja hann í þröngar gallabuxur - (Ulvur og Sphere: hér er ekki um að ræða neinar gay-tendancies, hehe, þið lékuð ykkur nú með Barbie einhverntímann admit it, höfuð gaman af því að skreyta Barbie fyrir deitið með Ken…ANYWAY, þið vitið hvað ég meina, urgh :P) - eins og hann kemur fyrir í Jackass og CKY þáttunum. Fyrsta borðið sem völ er á er Foundry sem er verksmiðja. Að mínu mati er það ekki beint the friendliest map til að byrja með en það er svo sannarlega vel hannað og gefur manni ferskan blæ af því sem mun koma fram í leiknum. Aðallega tekur maður eftir því að umhverfið er á fleygiferð í kringum mann, fólk að vinna í verksmiðjunni og alls konar vélar í gangi.

Controlið var mjög þægilegt, ég náði strax að fara í manual og halda mér uppi á sillu eftir að hafa grindað þangað. Nýja balance kerfið er hreint út sagt snilld og æðislegt að nota það, þar sem það gefur miklu meiri fíling fyrir stjórnun kappans. Trickin eru mjög nice eins og alltaf og ég er ekki frá því að þeir hafi bætt við hinum ótrúlegustu trickum frá því að þeir í Neversoft gáfu út Tony 2.

Grafíkin er so so, enginn svakalegur munur frá t.a.m. Dreamcast útgáfunni af Tony 2. Hérna er ekki verið að nota neitt motion blur eins og til dæmis er notað í AirBlade og lítið er um að anti-aliasing sé nýtt til fullnustu. Samt sem áður er flæðið í grafíkinni fínt og leikurinn keyrir smooth á 60fps (clocked).

Tónlistin er fantaflott eins og fjallað hefur verið um hérna í einhverjum pistlum þannig að í sjálfum sér ætla ég ekki að eyða fleiri orðum um það. Skemmtilegast þótti mér að heyra félagana í CKY og lagið Ace of Spades koma fram þarna. Það er vel hægt að rokka við það.

Að öllu leyti lítur þetta út fyrir að vera fantaflottur leikur og sjálfur get ég ekki beðið eftir að komast heim og spila.

Góða helgi félagar
Ykkar einlægur,
ScOpE (Pressure- á IRC)