RLH! Þið eruð kannski ekki að fatta þetta nafn, þetta á að standa fyrir RUN LIKE HELL, en Interplay breytti því sem ég bara skil ekki.

Á mínum topp 10 kvikmyndalista á Aliens sér góðan stað.
Spenna í geimnum, fólk alltaf að gera fáránlegustu mistök og verða því étnir, þetta er bara svaka stuð að sjá. Að vera karakter í þessum heimi hefur mig alltaf langað að spila, kannski verður maður étinn og kannski ekki, maður sér félagi sýna vera rifna í tætlur og maður verður skíthræddur hvort maður verði næstur.

Ok leikurinn er Survivor Horror eins og Silent Hill nema þessi gerist í geimnum. Þá átt að drepa svona geimverur og reyna komast af. Karekterinn sem þú spilar heitir Nick Conner er foringi í landgöngusveit, hann hefur verið sendur á Geimstöð útaf slæmrar hegðunar. Þar finnst honum lífið ömrulegt og heldur lífinu bara áfram vegna fjöldskyldu sinnar og vina sem eru á stöðinni með honum. Seinna fattar hann út að hann er ekki einn á stöðinni, heldur er ný tegund búinn að fjölga sér þar.
Þú átt að reyna að sleppa úr þessu hvelvíti sem þú hefur komið þér í og bjarga vinum þínum í leiðinni. Leikurinn verður að hafa gott hljóð, og það gerir hann eflaust, t.d væri mjög gaman að heyra geimveru rífa fólið í tætlur í næsta herbergi :).
Grafíkin sem ég hef séð eru mjög flott, geimverurnar er mjög vel gerðar ásamt liðinu sem þú hengur með. Leikurinn var svo stór að það þurfti að klippa mikið úr honum til að láta hann passa á einum DVD. Manni hlakkar mjög mikið til að spila þennan og kannski fær maður þessa spennu sem Alien myndirnar sköpuðu :).

Leikurinn kemur fyrir PS2.

Hann kemur út í desember.

Takk fyrir.