James Bond: Agent Under Fire. Þegar Nintendo 64 kom út þá var einn af launchleikjunum James Bond Goldeneye. Það voru engir aðrir en snillingarnir hjá RareWare sem gerðu leikinn, en þeir áttu eftir að slá þann leik út með nýjum leik (Perfect Dark). EA áttu seinna Bond skyrteinið og ætluðu að nota það í nýjan Bond leik sem var kallaður Tomorow Never Dies. EA vönduðu sig greinilega ekki við þann leik, þetta var hreint ömurlegur 3 persónu skotleikur. Eftir það vildu þeir bæta upp skömmina og gerðu næsta leik í seríunni, The World is not Enough. Hann var mjög góður, ég átti sjálfur N64 útgáfuna og er en að spila hana í dag.

Núna í ár hafa þeir tilkynnt 3 leikinn í seríunni um kyntröllið James Bond. Leikurinn heitir Agent under Fire. Sony voru svo hrifnir að honum að hann fór í gull fyrir mjög stuttu. Leikurinn lofar mjög góðu, grafíkin eru mjög flott, mana ykkur til að downloada myndböndum og sjá mjög vandaða óvini vera fyrir einni fallegustu sprengingu sem sést hefur í tölvuleik. Þetta kemur manni í góðan fíling og svo eru mjög flottir bakgrunns texturar. Ekki skemmir það að leikurinn rennur á 60fps.
Soundið skiptir líka miklu máli í Bondleikjunum finnst mér, ég hef ekki enn heyrt hljóðin úr leiknum, en auðvitað vill maður fá gamla góða Bond themeið. Eitt sem mér finnst hvað svakalegasta við þennan leik er að hann er ekki bara fyrstu persónu skotleikur heldur líka bílaleikur (Comon hverjum hefur ekki dreymt um að keyra Bond bílunum). Í leiknum verða 12 mission borð og ef til vill mörg multiplayer borð.

Leikurinn kemur í nóv síðast þegar ég vissi um.