Jæja

Það er alltaf þreytandi að lesa svona kúk og piss pósta þar sem menn eru að metast um hvaða leikjatölvur eru góðar og hverjar ekki. Sem leikjaunnandi þá hef ég aldrei gert upp á milli tölvanna svo lengi sem LEIKIRNIR standi fyrir sínu. Umræðan hefur snúist dálítið um að Sega séu að hórast þessa daganna. Sega er einn ahrifamesti leikjaframleiðandi í heimi og allir leikjaunnendur ættu að vera fegnir að leikir fyrirtækisins eignist líf á öðrum tölvum en Dreamcast. Ég hef spilað á allar þessar leikjatölvur (þ.á.m X-Box og Gamecube) og eitt get ég sagt að framtíð leikjatölva í heild sinni er björt. Reynið aðeins að slappa af í metingi og byggið frekar upp heilbrigt leikjatölvusamfélag sem nærist á upplýsingaflæði og jákvæðum umræðum.

Kveðja
Paunk Holm…………