Ég efast ekki um að 99% af þeim sem hafa leikið sér á leikjatölvur frá því þeir muna eftir sér hafa tekið eftir þessu vandamáli með krakka í dag.

Muniði eftir því þegar það var alveg hreint HRYKALEGA gaman að fá leik þegar maður var krakki. Sem krakki þá hafði maður auðvitað ekki mikið vit á öllum tækniatriðum við leiki en einhverra hluta vegna fannst okkur allt svo flott, allt var svo vel gert og allt var svo skiljanlegt. Sumir ólust upp við Nintendo, aðrir SEGA, og svo þeir eldri við Sinclair og Atari og fleiri. Þá var ekki endilega grafík eða hljóð sem vakti hrifningu okkar heldur var það bara þessi endalausa skemmtun. Skemmtun sem þeir sem eldri voru skildu kannski ekki alveg. Foreldrar okkar töldu þetta ómerkilegt og bara einhver bóla sem ætti eftir að hverfa. Tja, fyrst það er farið að minnast á leikjatölvubransann á CNN og CNBC þá er eitthvað stórt í gangi. Þetta er víst farið að slá í innkomu tónlistar- og kvikmyndabransans.

Allavega, krakkar í dag eru ekki eins hugfengin af leikjum og við sem ólumst upp við þetta. Sennilega af því að þau koma inn í bylgjuna þegar þetta er orðið svo common og hafa ekki verið vitni af framförum, mistökum og alls kyns látum. Leikjatölvur eru inn á nánast hverju heimili og því held ég að þau líti á þetta sem sjálfsagðan hlut eins og litið er á sjónvarp. Í þeirra augum þá er þetta bara leikur, jafnvel þó að leikurinn sé talinn algert meistarastykki af þeim sem ólust upp við þetta og þeirra sem lifa sig inn í markaðinn. Virðing krakka í dag á leikjatölvum, leikjunum og öllu því sem því við kemur er ekki eins og hún var hér áður fyrr. Jú auðvitað eru leikjatölvurnar vinsælli í dag, en einhvernvegin finnst mér krakkar ekki meta þetta eins og við gerðum.

Ég hef verið að sýna frænku minni og fleirum video úr leikjum sem koma á næstu mánuðum og hvernig leikjatölvurnar eru farnar að nálgast raunveruleikann. Hvernig response fæ ég? “Þetta er bara eins og teiknimynd. Ekkert spennó” Skiljið þig hvað ég á við? Ég ólst upp við Sinclair og svo NES (o.s.frv.) og þá bar ég óendanlega mikla virðingu fyrir þessum plastapparötum í hillunni hjá mér. Reyndar átti ég ekki Sinclair en ég var oft með hana í láni hjá frændfólki mínu. Við vinirnir hlupum á milli húsa til að skoða nýja leiki hjá kunningjum. Maður gat skemmt sér í Mastersystem/Mega Drive hjá einum en farið svo í NES/SNES hjá hinum. Þá var ekkert stríð milli vina um SEGA eða Nintendo. Allt var bara flott og skemmtun! Í þá daga þá átti maður hulstrin utan af leikjunum og kassann utan af tölvunni og leit á þetta sem fjársjóð þáverandi tíma og framtíðar, sem það er orðið. Ég safna ennþá hulstrunum af Nintendo leikjunum. Allir mínir 100+ NES leikir, 60+ SNES leikir og 56 N64 leikir eiga sín hulstur í kassa. Þarf bara að finna kassana :) Þessi virðing er held ég ekki til í dag. Eins og ég sagði, líklega vegna þess að þau koma inn í leikjatölvuveröldina EFTIR að þær hafa slegið í gegn og búnar að ganga í gegnum sættir markaðssins og foreldra.

Ég hef reynt að koma smá virðingu inn í frænku mína og vini hennar, en þau segja alltaf “Af hverju eigum við að bera virðingu fyrir þessu?” “Mér er alveg sama hvernig þetta var þegar þú varst krakki, ég er bara í þessu til að leika mér” og svo fékk ég algjört sjokk núna um daginn þegar ég heyrði “Bróðir minn eyðilagði Zelda leikinn minn” sem var Legend of Zelda: Ocarina of time. Ég var ekki lengi að hendast á fætur og vildi fá að sjá hvað átt var við. Þá hafði bróðir vinkonu frænku minnar hoppað ofan á leiknum! Ég spurði hvern andsk..hann hefði verið að gera. ÞETTA ER GULLMOLI! Þá sagði hann “Þetta er bara einhver helvítis leikur. Hverjum er ekki sama?!” og svo fór hann út. Þetta er enn eitt dæmið um hvað krakkar virða ekki leikjatölvur og leiki.

Ég hef séð margar greinar á netinu þar sem dálkahöfundar á leikjasíðum eru að minnast fallinna leikjatitla, fyrirtækja og leikjatölva. Greinar um ris og fall fyrirtækja. Saga leikjatitla og leikjatölva. Saga markaðssins. Ég er nokkuð viss um að yngri kynslóðin les þetta ekki. Aðallega þeir sem eldri eru og muna eftir þessum tíma. Maður getur ekki annað en saknað þessa tíma þegar maður dreymdi leikina, fór með bæklingana í skólann og hljóp heim til að komast í leikina. Hvert hefur þessi virðing og spenna í krökkum farið? Er of mikið af dóti í kringum þau til þess að þau kunni að meta það sem leikjatölvan hafi upp á að bjóða?

Annað sem er horfið úr krökkum, það er viljinn til að gera sjál/ur og reyna að klára. Ég vildi gera allt sjálfur og fannst gaman af challange! Þetta er ekki TIL í krökkum í dag. Ég er bara tvítugur en KOMMON! Á stuttum tíma þá er leikjagleðin í krökkum orðin ekki meiri en “Nennirðu að gera þetta fyrir mig. Ég horfi bara á” og svo eru þau horfin. Maður hékk tímunum saman í Mario leikjunum til að klára þá og svo nýlegri leikjum en í dag er gefist upp eftir smá spilun. Það er ekki reynt! Maður baslaðist áfram með ferkönntuðu controllerum NES og fannst ekkert að því.

Núna er þetta orðin svo þægileg hönnun á þessu og mikið búið að leggja í tölvur, leiki, fjarstýringar og bara you name it. Við erum farin að sjá leiki sem líkjast Disney teiknimyndum. Bílaleiki sem líkjast real-life racing. Skotleiki svo raunverulega að manni verkjar. Allt er orðið svo fullkomið og nánast ekkert vantar. Nema eitt.

Ef þú ólst upp við þetta þá skilurðu mig vel. Þú án efa berð virðingu fyrir frumkvöðlum þessa bransa. Ég neita að trúa því að fólk hafi ekki tekið eftir því að það vanti eitt mikilvægt atriði í krakkana sem spila leikina í dag, þó þeir séu mun þróaðri og betri en þeir sem við ólumst upp við.

Það sem vantar er VIRÐING!
Þetta er undirskrift