Rez - SEGA

Áður þekktur sem K-Project er totally nýtt concept sem SEGA hefur vera að þróa ásamt UGA (United Game Artists) og er með því furðulegasta sem ég hef upplifað. Eftir að hafa fengið að spila þennan leik í gærkvöldi þá langar mig að lýsa svolítið ferlinu og hvernig upplifunin var að fá að taka í þetta. Í stuttu máli held ég að sagan sé sú að þú ert eins konar vírus eða hacker sem ert að brjótast inn í tölvukerfi og til þess að komast að kjarnanum (jafnvel kernelinum) þá þarftu að skjóta niður óvini sem gætu líklegast einkennst sem eins konar bóluefni vírusvarnarforrita. Grafíkin er í wireframe og það er einfaldlega klikkað að spila þetta í widescreen með hljóðið í botni 5.1 því eftir því sem þú kemst dýpra inn í tölvukerfið þá hækkar hljóðið og verður hraðara. Auk þess ef maður er orðinn góður og nær að skjóta niður mörg target í einu þá eykst tempó tónlistarinnar við það. Tónlistin er æðisleg og einkennist af intelligent instrumental technoi allt yfir í nu-nrgi trance með soft ambient beats með ívafi draumavíbra. Þið techno og trance-istar fatta hvað ég meina. Í byrjun leiksins er varað við heilablóðfalli vegna allra ljóskastanna og hraða myndvinnslu í leiknum.

Kannist þið við að svitna við að spila í tölvuleik? Líklegast geri þið það, en þetta gerir svo miklu meira en það því að ef þú ert með tónlistina hátt stillta, þar sem sérstaklega er mælt með headphones til að upplifa in-game experience þá munuð þið kippast til með tónlistinni og fara inn í hana, rétt eins þið séuð á brjáluðu diskó, poppandi á E-i útúrtrönsuð.

Þessi leikur er mindboggling, get ekki beðið eftir að spila hann í glasi í kvöld.

Yet again, SEGA does it again :)