Jak and Daxter - Hands on impressions Jak and Daxter: Precursor of Legacy
Eftir Naughty Dog Software
Útgefinn af Sony Computer Entertainment.
Útgáfudagur 11.Desember 2001 (USA)

Enn og aftur nær Playstation 2 að heilla mann upp úr skónum. Eftir að hafa marg oft horft á videóið á demódiskum síðustu vikur hafði ég miklar eftirvæntingar eftir þessum leik. Á mánudaginn áskotnaðist mér að fá 80% kláraða útgáfu af leiknum frá jólasveininum og umsvifalaust dreif mig heim til að spila þetta meistaraverk. Eftir 6 tíma spilun fékk ég mér sígó, ýtti á pásu, hallaði höfðinu aftur á bak og sagði upphátt: “OH MY GOD”. Þið getið rétt ímyndað ykkur hversu ótrúlegur þessi leikur er. Flestir ykkar hafa líklegast séð videó úr leiknum og séð margbreytilegu veröldina sem hægt er að kanna og hina kristaltæru dýpt sem grafíkin geymir. GLEYMIÐ ÞVÍ. Þetta er svo MIKLU flottara en það sem þið hafið séð hingað til. Til að mynda þegar ég spilaði Ico fyrst þá var ég heillaður en þegar ég tók við stjórnun Jak and Daxter var ég gjörsamlega dolfallinn.

Þar sem útgáfan sem ég er með er ekki fullkláruð þá var ekkert intró heldur byrjaði hann strax í tutorial levelinu á Sentinel Beach. Hreyfingin á Jak er hreint út sagt æðisleg, svipar til Disney animation hreyfinga enda eru allir animeitorar Naughty Dog frá Disny. Daxter ein sú mesta snilldar sidekick persóna sem ég hef séð lengi. Í fljótu bragði var ég að reyna að skilja afhverju í fjandanum Daxter væri sá eini sem sagði eitthvað í leiknum en ekki Jak og fljótlega áttaði mig á því að Jak er Daxter og Daxter og Jak. Á einhvern hátt hafa þeir skipt um líkama og ég tel að helsta sendiför þeirra sé að reyna að komast í eðlilegt horf og það sé líklegast það sem leikurinn snýst um. Þrátt fyrir það inniheldur hvert land ýmsar missionir sem maður þarf að leysa til að fá fleiri Precursor Orbs og öðlaðst Ico Orbs. Veröldin sem slík er mjög lifandi, maður heyrir vindinn þjóta í gegnum pálmatrén, öldurnar berjandi á klettana, mávana og aðra fugla fljúgandi og það frábærasta er að maður getur stoppað við hvert atvik sem maður kemur að og svissað yfir í fyrstu persónu og skoðað umhverfið, rétt eins og maður væri sjálfur á staðnum. Þessi möguleiki gefur leiknum ótrúlega góða tilfinningu og maður samblandast leiknum strax.

Leikurinn er ekki frumlegur, það er hægt að finna svipbrigði til Mario, það er Zelda í honum og það er bókað smá Crash í honum, þrátt fyrir það eitt að hann er ekki Crash leikur. Veröldin er ein og sama borðið, heil heimsálfa, gerði einmitt tilraun til að ganga heimshorna á milli. Það tók mig 3 tíma. Viti menn, leikurinn hleður inn nýja grafík á meðan maður er að spila og satt að segja kemur ekkert slowdown. Það eru engir LOADING biðskjáir. Stórt prik í kladdann fyrir það.

Það er svo mikið sem manni langar að segja um þennan leik en því miður hef ég svo lítinn tíma. Ég hef sýnt þónokkuð mörgum vinum og vinkonum leikinn og allir eru gjörsamlega dolfallin fyrir honum.

Þessi leikur fer strax í flokk leikja sem Devil May Cry, Gran Turismo 3, Airblade og Tony Hawk 3. En allir þessir leikir eru nógu og góð ástæða til að kaupa sér Playstation 2 þó það væri ekki nema bara til að spila Jak and Daxter. Samfellt hef ég legið í þessum leik í 23 klst og er búinn með 23% af honum. Það verður að teljast mjög gott þar sem ég hef ávalt verið snjall með platform. En þetta er ekki aðeins platform heldur finnur maður auðvitað ævintýrafeelið í þessu og auk þess action leik. Ýmsar þrautir og vel leikinn leikur í alla staði. Þetta er MUST buy.

TRUST ME!

Ykkar tester,
ScOpE