Airblade - Hands on impressions Jæja góðir hálsar. Þá eru loksins farnir að detta í poka jólasveinsins míns nýjustu leikirnir fyrir Playstation 2 sem ég hef verið að bíða eftir allt frá því að ég byrjaði að specca Playstation 2 leiki.

Airblade sem framleiddur er af Criterion Studios í UK og þeir eru þeir sömu sem gerðu Trickstyle fyrir Dreamcastinn. Ef ég tek leikinn fyrir skref fyrir skref í fljótu máli þá byrjar hann þannig að það er farið beint í menuinn, engu púðri er eytt í eitthvað fancy smancy intró og þess háttar. Hægt er að velja um Single Player, Multiplayer, osfrv. Í Single Player er hægt að fara í Story Mode, þykja verður það nú undarlegt að hoverboard leikur (svipað til skateboarding) sé með sögu en þegar áfram er litið er þetta mætavel samið og meikar ágætlega sens. Í sjálfum sér eru missionirnar í leiknum aðeins til að spilarinn fái tækifæri til að skoða borðin betur en engu að síður er þetta allt skemmtilegt og ekkert alltof létt. Auk Story mode er hægt að fara í Score Attack og það er nánast eins og Single Session í THPS þar sem þetta gengur út á að safna sem flestum stigum við að gera trick áður en tíminn er liðinn. Auk þess er hægt að fara í Free Style og roama um borðin án tíma, þ.e. þau sem maður hefur klárað eða er fastur á hverju sinni. Í Multiplayer eru ýmsir partí leikir sem ég hef ekki getað gefið mér tíma til að skoða ennþá og aðrir fítusar. Leikurinn kemur pakkaður af fantagóðri tónlist, svolítið öðruvísi tónlist heldur en þetta graðhestametal sem einkennir THPS leikina og verð ég að segja að með því að bæta við Dolby Digital fítusinum í þetta allt saman þá bætir það virkilega til muna reynsluna við að spila þetta. Ennfremur er hægt að velja um aspect ratio og fagnaði ég því og stillti umsvifalaus yfir í 16:9.

Borðin í leiknum eru fantaflott og það er gaman að geta húverað niður gangandi vegfarendur og tekið aftan í bíla og “teikað” þá eins og maður gerði í gamla daga. Enn fremur er vertical levelið í leiknum aukið til muna miðað við THPS þar sem maður er á húver en ekki á hjólum og þ.a.l. getur farið miklu hærra upp í loftið og sama sinnis stokkið lengra og lifað af hærra fall. Þrátt fyrir massamikla grafík og endalaus díteil þá rakst ég ekki á eitt augnablik af pop-ups eða slowdown og þykir mér það mæta mikið impressive. Það er ágætis Training mode í byrjun sem kennir manni alla basic fítusana og þakka ég Criterion fyrir það. Alltaf stuð í Training :)

Ég ætla ekki að hafa fleiri orðum um þetta meistarastykki en ég gef honum “two thumbs up” og vona að þið njótið hans eins vel og ég geri þegar hann kemur í verslanir á næstunni.

Jæja, best að fara að klára Jak and Daxter reviewið :) Stay tuned for that :)

Ykkar,
ScOpE