Þekktir leikarar setja mark sitt á SSX TRICKY Electronic Arts (Nasdaq: ERTS) hefur tilkynnt að í SSX Tricky , nýjasta leiknum frá EA SPORTS BIG, verða notaðir hæfileikar þekktra leikara, tónlistarmanna og annarra listamanna til að skapa persónur í SSX Tricky og ljá þeim raddir. Lucy Liu ( Charlie’s Angels), Oliver Platt ( Lake Placid) og David Arquette (Scream) eru meðal þeirra sem lána leiknum raddir sínar til að skerpa persónusköpun karakteranna í SSX Tricky.

”Ég elska tölvuleiki, en ég hef reyndar ekki prófað þennan leik, þannig að ég veit ekki alveg við hverju ég á að búast”, segir Oliver Platt. ” Ég las bara það sem var í handritinu, og reyndi að gera karakterinn eins stóran og heimskulegan og ég gat”, ” Ég er nú ekki þekktur fyrir að standa á snjóbretti, en kannski að maður prófi það. Hver veit, eftir að hafa spilað SSX Tricky, þá get ég örugglega brunað niður brekkurnar.”
Auk Liu, Platt og Arquette, koma einnig fram þekktir listamenn á borð við Grammy vinningshafann Macy Gray, leikarana Billy Zane (Titanic) og Patricia Velazquez ( The Mummy Returns), listamanninn Jim Rose ( The Jim Rose Circus) og Bif Naked

”Jeg fíla tölvuleiki í botn,” segir Macy Gray. ”Nú leik ég karakter í tölvuleik og mér nú loks finnst mér ég hafa slegið í gegn. “
Raddirnar eru notaðar þegar karakterar leiksins tjá sig fyrir, í og eftir hverja keppni. Listamennirnir veittu innblástur í útlit og persónuleika karakteranna í SSX Tricky.
Allar raddupptökurnar voru teknar á myndband og verða notaðar í sérstökum “Behind the Scenes” mynd sem verður á SSX Tricky DVD disknum. Hér geta leikmenn séð listamennina við upptökur og einnig eru tekin við þá viðtöl.
”Við erum mjög ánægðir að hafa tryggt okkur þessa miklu hæfileikamenn og konur til að starfa með okkur að SSX Tricky,” segir framleiðandinn Steven Rechtschaffner. ”Við trúum því að persónuleikarnir, sem hver hefur sinn ólíka stíl og skoðanir, fái meiri virðingu og geri sögu SSX Tricky dýpri og gefi leikmönnum einstaka upplifun í hvert skipti sem hann eða hún spila”.
SSX á PlayStation®2 er söluhæstur þeirra leikja sem komu út um leið og tölvan. SSX hefur ekki aðeins selst vel, heldur hefur hann slegið í gegn á hinum ýmsu verðlaunahátíðum og hefur hann verið tilnefndur til 12 mismunandi verðaluna.
SSX Tricky á PlayStation2 kemur í búðir í nóvember.
Tónlistin í SSX Tricky er leikin af mörgum þekktum listamönnum og má þar nefna menn á borð við DJ Mixmaster Mike úr Beastie Boys, THE Plump Dj’s og fleiri.