Ég rakst á eftirfarandi fréttatilkynning…

Tokyo, October 10, 2001 – Sony Computer Entertainment Inc. (SCEI) tilkynnti í dag að samanlögð sala hinnar vinsælu PlayStation®2 tölvu væri komin í 20 milljón eintök.
Þessi ótrúlegu tímamót koma aðeins 6 mánuðum eftir að 10 milljón markinu var náð. Borið saman við sölu fyrstu PlayStation® vélarinnar, sem gefin var út í desember 1994 og hefur selst í meira en 85 milljónum eintaka um heim allan, hefur PlayStation 2 selst fjórum sinnum hraðar ef miðað er við sama tímabil.
Varðandi PlayStation 2 leikina, þá hafa 296 leikir verið gefnir út í Japan og í lok mars 2002 er gert ráð fyrir að fjöldi leikja verði 570. Í Norður Ameríku eru útgefnir 292 leikir og í Evrópu hafa verið gefnir út 111 leikir og búist er við að í lok mars muni bætast við 82 í Norður Ameríku og 250 í Evrópu.
Frá byrjun árs hefur framleiðsla á PlayStation 2 aukist í takt við aukna eftirspurn. Nú eru framleiddar 1.8 milljónir PlayStation 2 véla á mánuði til að undirbúa jólasöluna í Japan, Norður Ameríku og Evrópu. Lægri framleiðslukostnaður hefur skilað sér í verðlækkun á PlayStation 2.
Með PlayStation og PlayStation®2, ætlar Sony Computer Entertainment að skapa og þróa nýja leiðir á þessum tímum breiðbands með samruna leikja, tónlistar, kvikmynda og útsendinga.


Sala PlayStation 2 eftir svæðum (frá 9.októrber 2001)

Japan (Sony Computer Entertainment Inc.)
6.85 milljónir eintaka (útgáfudagur: 4.mars 2000)

Norður Ameríka (Sony Computer Entertainment America Inc.)
8.53 milljónir eintaka (útgáfudagur: 26.október 2000)

Evrópa/PAL (Sony Computer Entertainment Europe Limited)
4.62 milljónir eintaka (útgáfudagur: 24.nóvember 2000)

Samtals sala: 20 milljónir eintaka