Ico - Hands on impression Um helgina komst ég yfir eintak af Ico sem er einn af nýjustu leikjum SCEA (Sony Computer Entertainment America). Í stuttu máli fjallar leikurinn um ungann dreng sem fórna átti fyrir það eina að úr höfði hans uxu risastór horn. Leikurinn hefst þar sem hann rankar við sér aleinn og yfirgefinn. Það sem merkilegt er að það er enginn HUD í leiknum, þ.e.a.s. ekkert life-gauge eða NAV system. Þú getur hreyft þig eins og eðlilega lætur, en aðeins tjáð þig með hreyfingum og handalögmálum þar sem þú virðist tala einkennilegt tungumál. Leikurinn hefst eins og áður sagði þar sem hann finnur sjálfan sig einan, maður byrjar að ráfa um og rölta upp og niður stiga reyndandi að átta sig á því hvað er að gerast og hvað mun eiga að gerast. Eftir nokkra stund kominn að toppi kastalans sér maður búr þar sem hvítri yfirlítandi kvenmanni er haldið nauðugri. Eftir nokkurn tíma nær maður að leysa hana úr fjötrum og svolítið einkennilegt að þrátt fyrir að maður skilji ekki tungumál hennar þá skilur aðalpersóna leiksins hana ekki heldur. Frá þessu skýrist gameplayið nokkuð þar sem maður þarf að beita látbrögðum osfrv til þess að vinna traust stelpunnar og fá hana til að sleppa með sér úr klóm kastalans til að öðlast frelsið. Leikurinn skartar ótrúlega flottri grafík og allt er pizza plain smooth og þægilegt, ekkert slow down og flottir light effectar. Vinnudagurinn verður lengri og lengri eftir því sem maður hugsar meira um þennan leik, amk mun ég reyna að eyða kvöldinu í hann í kvöld ef ég fæ ps2 vélina aftur í dag.

hils,
ScOpE