Irrational Games, höfundar System Shock 3, eru með næst á teikniborðinu hjá sér The Lost fyrir PS2. Þetta lítur út fyrir að vera nokk áhugaverður leikur, en í honum ert þú móðir sem missir dóttur sína - óskírða - í bílslysi. Og á ögurstundu kemur svo sá úr neðra og býður þér tækifæri til að fara niður til heljar og bjarga henni. Gegn sálu þinni náttúrulega…business is business. Skv. umfjöllunum um þennan leik <a href="http://www.thegia.com/psx2/lost/lost.html“>hér</a> og <a href=”http://ps2.ign.com/news/26370.html“>hér</a> (ágætis yfirlit <a href=”http://www.irrationalgames.com/thelost/links.cfm">hér</a>)þá er þetta titlaður ‘survival horror’ leikur byggður á verki Dante Aliegheri - Inferno. Mikil áhersla lögð á góða sögu, og ég er alveg viss um að þeir hjá Irrational Games munu ekki svíkja þar, enda er System Shock 2 alger snilld og einn sá mest scary leikur sem ég hef prófað persónulega sko. Og ef þessi verður eitthvað í líkingu við það þá verður gaman gaman…

Það sem sést hefur úr leiknum er keyrt á LithTech þrívíddarvélinni sem notuð var í System Shock 2, en ekki er víst að lokaútgáfan muni nýta sér þá tækni. En Ken Levine hjá Irrational Games hefur þetta að segja um visualana:

Technology
The engine that powers the Lost is capable of rendering real-time indoor and outdoor scenes of stunning complexity. It also features dynamic lighting, an advanced particle system, a polygrid based water system and more goodies than you can shake a stick at. Our engine rocks. We also allow the player complete control of the camera. Imagine a Resident Evil game with full control over the camera, fully 3D interactive indoor/outdoor environments, a fully 3D interface, skeletal based animation systems and a dynamic scene complexity a hundred times higher, and you'll start to get the idea.

Hljómar dáldið PR blurb-legt, en gæti orðið áhugavert.

Er þessi leikur kominn á einhverja release lista einhvers staðar? Einhver…