TimeSplitters 2 Framhald af einum leikjanna sem kom um leið og PS2 kom til landsins. Ég var að fýla þennan leik í tætlur ( Margir eru ósammála mér). Þessi leikur bauð upp á mjög skemmtilegt gameplay enda snýst þessi leikur bara um það.

En nú er komið framhald sem ég býð mjög spenntur eftir. Fyrri leiknum var flítt í búðir til að hann gat verið einn af ,,Launch leikjunum''. Nýji leikurinn býður upp á sögu og mission one player mode.
Þetta er gott því að fyrri leikurinn hafiði enga sögu og allt var bara eins. Eins og áður eru það Free Radigal sem gera leikinn en það eru gamlir starfsmenn sem unnu hjá RareWare ( t.d Golden Eye og Perfect Dark) Þessi leikur verður frábær í multplayer, hann býður upp á I-Link möguleika þannig að alllt að 8 spilarar geta spilað í einu og þá verður gaman. Leikurinn er líka mjög flottur og hefur eiginlega allt flottara og betra en forveri sinn, flottari og nákvæmari textura, meiri polygona og gamla góða hraðann sem rennur á 60fps, auk þess er 32 bita ramma buffer í 4-player. Margir kvörtuðu undan loadingtímanum í TS1 en í TS2 er loading tíminn bara 10-13 sec í mesta lagi, meðað við 30+sec sem var áður. Karektarnir eru vel hannaðir og eru með sama skemmtilega húmornum. 10 one player mission verða í leiknum og án efa miklu fleiri multiplayer borð. Leikurinn er með þar að auki mjög stórt vopnabúr. Eins og með fyrri leikinn er map-editor og það verður mun nákvæmara og betra í nýja leiknum eins og allt annað….Gaman væri að halda mót í þessum leik : )

Þetta er leikur sem mig finnst eiga skilið athygli. Leikurinn kemur út vor 2002 í USA.