GameCube consóllinn: Í sjálfum sér er þetta afskaplega illa hannað box, þetta er kassalagað og klunnalegt og líkist einna helst nestisboxunum gömlu sem maður gekk með í leikskólann í gamla daga. Vélin er ótrúlega smágerð og það er nánast ótrúlegt að þetta eigi að vera eitthvað revolutionary thingie og eigi eftir að gera góða hluti. Það er greinilegt að Nintendo er ennþá að fókusera á fjölskylduna vegna þess að þetta er þetta er eitthvað svo saklaust og sætt. Framan á vélinni eru 4 slot fyrir stýripinna og 2 slot fyrir memory unit. Hér og þar á vélinni eru ýmis slot fyrir hitt og þetta og gafst mér ekki tími til að skoða það allt til hlýtar enda var bæklingurinn á JAP og ég nennti ekki að þýða. Rafmagnsunitið notar JAP spennu og videókapallinn er venjulegur N64 RCA kapall sem tengist beint í AV unitið á tellíinu.

Controllerinn: Líkist að öllum líkindum meira Playstation controllerinum heldur en gamla N64 þríforkinum. Það er venjulegur analog stýripinni vinstra megin og diagonal 8-pad liggur fyrir neðan til hægri, þar beint á móti hægra megin er annar analog pinni ögn minni og öðru vísi, svipar til Dual Shock PS2 pinna. A takkinn er stór og rauður og b er ögn minni vinstra meginn við A og grænn, Y og X liggja skávegis sitthvorum megin ofarlega við A. Ofan á eru L og R takkar og nokk þykkir og gefa mikla spennu inn, þ.e. þegar þrýst er á þá þá er nokkuð langur process að ýta þeim alveg inn. Gæti reynst vel í kappaksturleikjum. Stýripinninn er fjólublár rétt eins og vélin.

Luigi Mansion: Fyrsti leikurinn af þremur sem gefin er út fyrri GC, leikurinn fjallar um að mér sýndist í byrjun að Luigi er að fara í eitthvað Mansion að leita að Maríó, amk þegar maður ýtir á A takkann til að byrja með heyrist í kauða hljómandi kellingarröddu: “Mario”, soldið sætt en ef barnalegt fyrir minn smekk. Leikurinn er meira svona rpg heldur en þetta pizza plain platform sem Mario er þekktur fyrir og í sjálfum sér finnst mér hann ekki líta út fyrir að vera leikur sem maður muni festast í rétt eins og þegar Mario64 kom út á sínum tíma. Grafíkin er hins vegar mjög flott og æðislegt anti-aliasing sem gerir þetta mjög cartooní og nice.

Wave Race: Sama og síðast nema flottari grafík. Ekkert meira að segja um hann.

Super Bobble eitthvað: Man ekki alveg hvað þessi leikur heitir en þetta er án efa það skemmtilegasta af öllum 3 leikjunum, leikurinn snýst um að halda sér á platformi upp í háloftum þar sem þú leikur apa í glerkúlu og átt að rúlla þér áfram og ná í banana án þess að detta niður og komast í mark. Grafíkin er alveg unreal í þessu og allt er helvíti smooth og nice. Mæli eindregið með þessum. Sega gefur hann út :) GO SEGA!

Segi ykkur meira við tækifæri.