Um íslenska topp Xbox 360 leikmannalistann Mig langaði að skrifa hingað nokkuð orð varðandi topplistann sem ég hef verið að sjá um undanfarið. Síðan ég fyrst byrjaði að setja hann saman þá var þetta listi með rúmum 10-15 leikmönnum, svo hefur hann vaxað og dafnað. Í dag telur listinn 57 leikmenn þar sem 54 af þeim geta borið sig saman við hvorn annað.

Það hefur sett svolítið svartann blett á þennan lista að þrír leikmenn á Xbox 360 hafa ákveðið að sýna ekki hvaða leiki þeir eru að spila. Ástæðuna segja þeir að þeir hafi ekki sjálfsstjórn til þess að spila Xbox 360 tölvuna sér til skemmtunar heldur hafi þessi listi gert það að verkum að þeir séu einungis að spila leiki til þess að fá stig. Þetta er haft eftir þeim leikmönnum sem voru í öðru og þriðja sæti listans lengi vel. Þeir hafa nú verið færðir af listanum og sitja í skammarkróknum. Ég vil árétta fyrir rök þeirra og ég get alveg viðurkennt að sjálfur hef ég spilað mikið gagnvart stigunum, ég sé ekkert annað en jákvætt við það enda hef ég verið að þrauka í gegnum leiki sem ég hefði undir öðrum kringumstæðum aldrei nennt að spila og haft mjög gaman að. Þess vegna finnst mér svar þeirra bræðra mjög einkennilegt. Hvað finnst ykkur?

Það sem þeir hafa ekki áttað sig á með listann að það er í raun engin samkeppni á honum, þarna eru hreinlega allir íslensku leikmennirnir listaðir. Þetta er besta leiðin til þess að finna leikmenn með góðar tengingar til þess að spila við þá leiki sem þið eigið saman á Xbox Live. Er ekki mikið skemmtilegra að taka leik í Burnout Revenge, Table Tennis eða Battlefield 2 þegar þú getur spjallað við íslendinga á meðan og tengingin er lagglaus og góð á milli ykkar? Ég held að með sönnum orðum sagt geti ég játað að eftir að ég fékk mér Xbox 360 og Live að þá hafi ég spjallað samfleytt við karlmann í gegnum chat í meira en 6 klukkustundir. Karlmenn TALA EKKI svona lengi saman í “síma”. Meira að segja konan mín hefur kommentað á þessi “spjöll”

Er það ekki skemmtilegra fyrir sjálfan þig að geta séð hvort einhver íslenskur leikmaður hefur komist lengra í leik heldur en þú?

Gefur þér það ekki aukna möguleika á því að ná þínum markmiðum í leikjunum ef að þú getur komist í samband við íslenskan leikmann sem hefur komist lengra heldur en þú?

Ef eitthvað er þá finnst mér hæfileikaleysi þeirrar sjálfsstjórnunar sem Indigo X og Vectro bera fyrir sig vera hreint út sagt hlægileg. Ég býst sterklega við því að þeir muni ekki svara fyrir sig hér á Huga.

Þetta var leiðinlega rantið en nú er komið að því skemmtilega hlutanum. Eins og þið sem hafið verið að skoða síðuna tókuð e.t.v. eftir í síðustu viku þá vorum við með leik í gangi og í verðlaun var Rockstar Table Tennis sem er tiltölulega ný kominn í verslanir. Kom það í hlut Bumuliuz að vera sá heppni sem var dreginn út.

Í þessari viku þá verður leikur með öðrum hætti þar sem leikmenn á listanum verða beðnir um að skrifa um sína Xbox 360 leikreynslu og fleira. Auk þess sem enginn einn leikmaður vinnur tvisvar í röð leik frá listanum. Sigurvegarinn í Table Tennis leiknum kom sjálfur með þá reglu auk þess að sponsorar listans höfðu minnst á það.

Þið getið séð meira um Battlefield 2 leikinn á BogO hérna http://www.123.is/bogo/Default.aspx?page=blog&sa=GetRecord&id=35118

Markmiðið er að gefa fleiri leiki og hefur það verið staðfest að á útgáfudegi Prey 14.júlí næstkomandi munum við gefa eintak á listanum til heppins notanda.

Þið lesendur góðu sem ekki eruð að átta ykkur á um hvað ég er að tala um er bennt á að kíkja við á BogO og kynna ykkur listann. Slóðin á blogtímaritið BogO er http://www.123.is/bogo og undir XBOX eru herlegheitin.

Stefna listans er að gera þetta enn magnaðra en þetta er í dag og það fer auðvitað eftir því hversu vel samfélagið okkar þróast. Ég vil ítreka þeim Xbox 360 eigendum sem ekki eru á listanum að vinsamlegast senda mér gamertag sitt svo við getum haldið áfram að vaxa og skemmt okkur saman.

Ég þakka fyrir lesturinn og óska ykkur góðs gengis í Battlefield 2: Modern Combat leiknum á BogO. Góðar stundir vinir.