Jæja góðir hálsar.

Var svo lukkulegur að komast fyrir eintak af FFX frá jólasveininum mínum á föstudaginn. Ég hef ekki spilað FF síðan ég spilaði FFVII á sínum tíma, dýrkaði hann og dáði. FFX er með því flottara sem ég hef séð. Æðislegt umhverfi og samblanda nútímafantasíu og riddaralegum gottisma. Þar sem leikurinn er á japönsku gat ég ekki alveg myndað út raunverulega hve sagan er og að auki hef ég ekki verið að lesa neitt um plot þessa leiks online. Í fyrstu þá sitja 5 manns saman í hring og einn stendur upp og fer. Maður leikur hlutverk hans, karakterinn er svona stelpusætur strákur með ljósa lokka og bros sem líkst mest einhverjum af gelgjunum í Backstreet Boys, samt karakter sem ég held að öllum gæti þótt vænt um framan af. Hann kemur næst til einnar borgar þar sem honum er tekið sem frægri persónu og kemur seinna í ljós að hann er fræg íþróttastjarna. Grafíkin blandast vel með CG atriðum og bardaatriðin eru mjög flott. Ég hef ekki náð að komast langt í honum vegna þess hversu torskiljanleg japanskan er en samt þetta lofar góðu.