Golden Oldies - Blackthorne Blackthorne kemur frá <i>Blizzard Entertainment</i>, en þeir hafa framleitt leiki eins og Lost Vikings, WarCraft og Diablo (Lost Vikings var reyndar hannaður undir merkinu <i>Silicon & Synapsis</i>, en Blizzard hétu það hér áður fyrr).

Blackthorne er leikur í anda Out Of This World, Flashback og Prince of Persia. Þú sérð hliðina á persónunni þinni, og þarft að hoppa og hlaupa um og murka lífið úr vondum skrímslum. Leikurinn er einstaklega vel gerður og grafíkin er mögnuð miðað við hæfileika Super Nintendo.

Þetta er aðallega bara Arcade leikur, og söguþráðurinn ósköp einfaldur, þótt að intróið sé flott. Jake Blackthorne er sendur á barnsaldri til jarðar þegar að ill öfl herja á heim hans. 20 árum seinna snýr hann til baka og finnur þjóð sína í þrælkun fyrir skrímslin. Blackthorne ákveður að taka málin í sínar hendur með haglabyssunni sinni…

Ég mæli eindregið með að fólk nái sér í þennan leik, hann er frábær!

Royal Fool
“You've been Fooled”