Sagan

Devil May Cry var fyrst kynntur 17 Nóvember 2000 og er samvinna á milli framleiðendanna Shinji Mikami og leikstjórans Hideki Kamiya. Leikurinn er “gothic horror” og er einn af eftirvæntingarfyllstu leikjum á Playstation 2 árið 2001. Sagan í leiknum er um hetjuna Dante, hálfur maður, hálfur djöfull sem á að bjarga heiminum. Hann er sonur hins fornfræga Sparda sem barðist gegnum djöflum og árum á undan syni sínum. Verk Dante er ekki létt þar sem hann verður að brjóta sér leið í gegnum veggi hins illa til að komast að Mundus, krónprins hins illa, sem hefur risið aftur til að endurvekja helvíti í orðsins fyllstu merkingu til að ná stjórn á heiminum. Dante, sem er einkaspæjari á hinu yfirnáttúrulega er að leita hefndar á dauða móður sinnar og bróður. Dante kemst að örlögum sínum og uppgötvar að hið illa samsæra nær aftur þúsund ár og að hinn illi Mundus hefur risið á ný. Með skammbyssum sínum þeim Ebony og Ivory og sverð föður síns verður hann að leitast til að komast að, hversu langt hann getur gengið án þess að eyðileggja sjálfan sig andlega og líkamlega.

Eiginleikar Devil May Cry

- Skapandi gottneskt útlit af heiminum og óvinunum. Kastalinn og innanhús arkitektúr er ótrúlega raunverulegur.

- Notar rauntíma umhverfi til að skapa heiminn. Texture-in eru frábær, það mætti halda að þau væru pre-renderuð en þau eru það ekki. Ótrúleg lýsing og skygging á umhverfisþáttum.

- Keyrir á 60 römmum á sekúndu (jafnvel með slatta af óvinum á skjánum)

- Hreyfiföngunartæknin leyfir raunveruleg stökk, hlaup, gang, bardaga og hreyfingar.

- Ofsafengin stjórnunartæki sem gefur frjálsa hreyfingu í bardaga og í undanbrögðum óvina. Margar tegundir hreyfinga eru mjög vel skapaðar, hvernig þær notast við umhverfið (til að mynda stökk af vegg) er samfellt notað í leiknum.

- Gervigreind óvina er á við bestu leiki sem um getur í bransanum í dag.

- Ofsafengnar djöflaslátrunarleiðir og undirstöður sem gera slátrun djöfla með tveimur .45 ótrúlega skemmtilegar.

- Hugvitssamar og uppfæranlegar djöflaárásareiginleikar.

- Yfir 20 ofsafengin verkefni til að klára.

Annar fróðleikur

- Devil May Cry átti fyrst að vera Resident Evil 4 á PS2 en vegna þess að þróendur leiksins ákváðu að fara aðra leið með leikinn í miðri framleiðslu breyttist nafnið í Devil May Cry. Þrátt fyrir þetta er Resident Evil 4 í framleiðslu einn og sér og mun hann líkjast Devil May Cry að mörgu leiti en með öllu ósvipaður sögulega og grafíklega.

- Upphaflegi titill leiksins var Devil May Care en þar sem það var til bíómynd sem bar sama nafn var þessu breytt.

- Shinji Mikami, framleiðandi, sagði við Hideki: “Gerðu fyrir mig byltingarkenndan Biohazzard leik”. Við þessi orð var heimur leiksins búinn til.

- Barrokk tónlist var mest hvetjandi fyrir tónlist leiksins en hart rokk í japönskum j-stíl er notað þegar Dante er að sparka í rassa.

- Hideki fékk mestu hvatninguna fyrir leikinn í gegnum aðra leiki og bíómyndir þar af leiðandi er Dante gerður sem slátrari með allann andskotann af vopnum.

- .45 byssur Dante heita Ebony og Ivory og er nafni komið frá lagi sem ber sama nafn, vegna þess að þær virka saman í fullkominni hamingju :)

- Strengjabrúðudjöflarnir áttu upphaflega að vera vélmenni en vegna þess hve leiðinlegt er að slátra vélmennum voru þeir gerðir að litlum sætum trúðum eins og við sjáum þá í dag :)

- Shinji vildi fá raunveruleika, þar af leiðandi þurfti Hideki að ferðast með lið sitt til Spánar og Englands og leita hvatningar frá köstölum og fornfrægum minjum.

En þá spyr ég, hvað gerir þá eiginlega Shinji? Hmmm, ætli við fáum nokkurn tímann að vita það hehe

Vona að þið hafið notið lestursins.

Kveðja frá ykkar harðkjarna leikjatestara,
ScOpE