Væntanlegt(PS2) 2 Já, eftir að hafa skrifað fyrri greinina hugsaði ég mig mikið um hvað ég á að skrifa í þá næstu.


Ace Combat 4:

Þetta er sagður flottasti flugleikur sem hefur sést, samkvæmt Next-Gen magazine(Fæst bara í USA) Leikurinn er þannig að maður á að sprengja allar flugvélar sem eru á skjánum og leysa mision. Leikurinn kemur í haust og lýtur ekkert smá vel út.

Dropship:

Annar flugleikur sem á að koma á PS2. Þessi leikur er gefinn út frá Sony og er einn eftirvæntingamesti leikurinn á vélinni.


Tony Hawk 3

Þessi sería hefur orðið ofboðslega vinsæl, sérstaklega á Íslandi. Nýji leikurinn gefur frá sér flott grafík og með afl PS2 gerir hún risastórar borgir sem þú ert að gera trick og álíka. Leikurinn styður Online support. Hann kemur í haust til Bandaríkjana og Online supportið á að vera komið þá. Þessi leikur verður svakalegur.


Grand Theft Auto 3:

Ég spilaði fyrri leikina á PC og skemmti mér konunglega. Nýji leikurinn hefur breyst mikið frá forvera sýnum og núna verður hann í fullri þrívídd. Leikurinn byggist mest á því að þú átt að leysa mission ráðast á kalla, stela bílum og allan fjandann! Leikurinn kemur fyrst á PS2 áður en hann kemur á PC.


Stuntman:

Þessi leikur býður upp á eitthvað nýtt. Annað en við höfum vanist. Frá framleiðendum Driver kemur nýr ótrúlega flottur leikur sem byggist á því að þú ert áhættuleikari og átt að gera áhættuatriði í Hollywood. Eins og ég sagði áður þá er leikurinn mjög flottur. Ekki skoða screenshot, kíkiði á movie úr honum annars sjáiði ekki alvöru grafíkina.

Tekken 4:

Leikur sem kemur einungis á PS2 hefur tekið stórt stökk yfir Tekken Tag. Leikurinn hefur fengið miklu betri grafík og er þegar kominn í spilakassa. Leikurinn keyrist á 246 spilakössunum sem er með líkan vélbúnað en PS2. Búisti við að PS2 útgáfann verður flottari

Virtua Fighter 4:

Að mínu mati flottasti bardagaleikur sem hefur nokkurn tíma sést, flottari en Tekken 4 og DOA3. Leikurinn er gerður af Sega og leikurinn kemur bara á PS2


Takk fyrir og njótiði greinarinnar.