Væntanlegt(PS2) Það er svo stórt software lineup á PS2 að maður veit ekki hvað maður á að kaupa. Ungur námsmaður eins og ég sem vann í vinnuskólanum þarf örugglega að vera einn af þeim sem á að þurfa að velja á milli. (Verð að redda mér job í haust)

Metal Gear Solid 2: Sons of Liberty

Ég spilaði ekki fyrsta leikinn en nú eftir að hafa spilað demóið er ég svo viss að ég kaupi þennan leik. Hann er mjög flottur, rigninginn, skipið og svo hetjan okkar Snake er bara allt mjög vel gert. Það má ekki gleyma því að leikurinn rennur á 60 römmum á sek.
Leikurinn kemur út í Bandaríkjunum fyrst, þann 13. Nóvember.

Silent Hill 2

Úff, ég spilaði demó úr fyrri leiknum og ég var að skíta á mig. Ég sá engar ófreskjur eða neitt, heldur hljóðið var eitt það hræðilegasta sem ég hef heyrt, vindurinn og svo brakið sem maður heyrir í kringum sig. Meira að segja þegar að ég sá skilti sem stóð á ‘'Warning Dog’', þá skifti ég á sjónvapið og kláraði demóið seinna, verst að klukkan var orðinn 1:00. Mæli með að allir sem ætla að spila leikinn gera það einir seint um kvöld.

Ico

Hann er borinn fram Eecko. Þetta var einn leikurinn sem fékk mestu athyglina á E3. Fólk stoppaði til að prófa hann, þetta er einn flottasti leikur á öllum consolum(Mæli með því að þið náið í trailerinn). Leikurinn er voðalega einfaldur, þá ert sendur út í einhvern kastala að bjarga prinsessu. Leikurinn er sagðir skarta einum flottustu texturum sem hafa sést og að hafa flottar andlitshreyfingar. Vatnið í leiknum er líka alveg ofsalega flott.
Leikuinn byggist mest á því að þú átt að leysa þrautir, svona eins og eitt stórt temple í zeldu. Hér fyrir neðan pastea ég link af trailernum. Trailerinn er 20mb og ég mæli með því að þið kíkið á þetta. Screenshot sýna EKKI grafíkin úr leiknum þess vegna verðiði að kíkja á movie!

http://viewer.ign.com/media_page.jsp?width=512&height=384&media=http://ps2movies.ign.com/media/previews/video/ico/ico_opening_1.mov&media_src=embed&media_type=P&object_id=14833&adtag=network%3Dign%26site%3Dps2%26adchannel%3Dps2%26pagetype%3Darticle&ign_section=17&media_name=Opening+trailer+film

Jak and Daxter

Leikurinn sem ég vill langmest fá í hendurnar. Einn stór heimur sem er á 15 milljón polygonum á sec, 60fps og A.I camera lýsa bara litlu af litlu. Helling af exploring, kíkja á mikið kinnast fólki innan leiksins. Alltaf gaman að fá eitthvað nýtt. Kannski hafiði tekið eftir því að þegar að maður kíkir á video af leikjum á DVD þá er leikurinn í raun miklu flottari. Eins og ég sá myndband úr SSX á demódisk, leist ekkert vel á hann, svo þear að ég keypti hann þá var hann miklu flottari.Þannig búist við að leikurinn sé flottari í raun, þótt hann sér mjög flottur líka á horfa á.

The Getaway

Loksins einn af góðum leikjum sem eru útgefnir af SCEE. Þannig að við fáum leikinn á undan könunum og Japönum. Leikurinn er svo flottur að fólk heldur að leikurinn sé FMV, enn allar myndir sem maður kíkir á eru real-time, staðffest af Team-Soho.


Wipeout Fusion

Annar leikur sem er útgefin af SCEE. Já við fáum hann fyrst. Leikurinn er mjög flottur og hreyfist mjög hratt, eða á 60fps. Hann hefur yfir 30 brautir!.

Ég nenni ekki að hafa þetta mikið lengur en þetta eru leikir sem ég býð spenntastur eftir. Það er búið að skrifa grein um DMC fyrir stuttu og þið getið bara kíkt á hana. Ég mun skrifa fleiri preview í náinni framtíð.

Takk fyrir.