Golden Oldies: Ninja Gaiden Ég las nýlega að liðið, sem vann að Dear or Alive seríunni, er að vinna að nýjum leik í Ninja Gaiden seríunni fyrir PS2, ákvað ég að rifja upp Ninja Gaiden leikina.

Það vita flest allir hvað Ninja er og hafa eflaust lesið um þær í bókum eða séð í kvikmyndum. Gaiden stendur fyrir “Sidestory” eða saga sem kemur ekkert við megin plottinu. Tildæmis minnir mig að Zelda: Majora's mask hefði átt að heita Zelda Gaiden.

Eftirfarandi leikir voru gefnir út í seríunni.
Ninja Gaiden(1988)Spilakassi
Ninja Gaiden(1989)NES
Ninja Gaiden II: The Dark Sword of Chaos(1990) NES
Ninja Gaiden(1990) Atari Lynx
Ninja Gaiden III: The Ancient Ship of Doom(1991) NES
Ninja Gaiden Shadow(1991) Game Boy
Ninja Gaiden III: The Ancient Ship of Doom(1991) Atari Lynx
Ninja Gaiden(1991) Game Gear
Ninja Gaiden(1992) Sega Master System
Ninja Ryukenden(1992) PC Engine
Ninja Gaiden(1992) Mega Drive
Ninja Gaiden Trilogy(1995) SNES
“Dead or Alive(1997) Arcade, Saturn, PSX”(Einn valmöguleikinn)
“Dead or Alive 2(1999) Arcade, Dreamcast, PS2”(Einn valmöguleikinn)
Ninja Gaiden Playstation 2 Óútkominn/ennþá í vinnslu.

Talsverður fjöldi en aðalsöguþráðurinn spannar einungis þrjá eftirfarandi leiki.
Ninja Gaiden
Ninja Gaiden(2) The Dark Sword of Chaos
Ninja Gaiden(3) The Ancient ship of Doom

Það sem Ninja Gaiden gerði var að innleiða svokallað cinematic sequences á milli borða sem færði plottið áfram. Virkaði eins og hálfgerð kvikmynd og mætti segja að það hafi verið forveri FMV sem við sjáum í dag. Þótt að leikirnir hafi verið mest allt hopp og skopp þá var helvítið stórt plott í þeim sem spannaði yfir alla þrjá leikina.

Serían fjallar um ungan dreng, Ryu Hayabusa að nafni, sem má einnig sjá í Dead or Alive seríunni. Hann er þessi týpíska Ninja í bláum búningi með sverð sem er kallað því afar frumlega nafni “Dragon Sword”.

Ninja Gaiden (1989)
Fyrsti leikurinn byrjar á því að við sjáum duel sem pabbi hans á við annan ókunnan aðila. Í bardaganum deyr faðir Ryu og hann ákveður að grafa upp sannleikann bakvið dauða hans. Plottið virðist einfalt í byrjun þegar hann sækist eftir sannleikanum en brátt kemst hann að því að meira felst að baki dauða föður hans. Brátt kemst hann að því að leyniþjónusta Bandaríkjanna eru viðriðin málið og að ill öfl sækjast eftir hinu klassísku heimsyfirráðum.

Sjaldan sem maður spilaði leik á þessum tíma sem hafði eitthvað plott fyrir utan RPG leiki. Tónlistin var frábær miðað við NES og man ég ennþá eftir nokkrum tónum :) Án efa einn besti hopp leikur sem hefur komið út fyrr eða síðar. Hann var heldur ekkert of erfiður.

Ninja Gaiden II: The Dark Sword of Chaos.
Gerist einu ári eftir Ninja Gaiden. Leikurinn byrja rá smá prologue þar sem við sjáum karakter sem kallar sem “Ashtar”. Sendiboði kemur og segir að Jaquio sé dauður. Ashtar talar þá um að hlutirnir séu farnir af stað. Gefur til kynna að fyrri leikurinn hafi einungis verið smá fore play. Ryu Hayabusa er að æfa sig þegar menn ráðast á hann, menn sem birtust fyrst í fyrri leiknum. Maður byrjar að slátra þeim í sama gamla hopp stílnum. Plottið heldur áfram frá fyrri leiknum og fær maður að vita meira um sannleikann bakvið fyrri leikinn.

Talsvert léttari en fyrri leikurinn en með betri tónlist og meira acrobatics(read as meira skopp). Mér finnst hann samt ekkert síðri en sá fyrri.

Ninja Gaiden III: The Ancient Ship of Doom

Það eru margir sem afneita þessum leik sem framhald í seríunni. Sérstaklega þar sem plottið er mjög götótt og passar illa inn í seríuna. Þrátt fyrir það er hann mjög skemmtilegur.

Leikurinn byrjar á því að við sjáum Irene Lew, karakter úr fyrri leikjum og hálfgerð fiancé hans Ryu. Við sjáum hana hlaupa og sá sem er að elta hana er Ryu. Hann byrjar að tala um að hún hafi séð of mikið og þurfi að deyja. Við sjáum hana svo hrapa einhverja tugi metra ofan í sjóinn. Ryu lítur yfir sjóinn og fer svo. Við sjáum svo Ryu neita því að hann hafi myrt Irene og ætlar að grafast fyrir um andlát hennar og fer á staðinn sem hún var seinast á. Þaðan byrjar sagan í þriðja leiknum.

Ég er að mörgu leyti sammála að sagan sé svolítið ruglingsleg og furðuleg i númer 3 en mér finnst hann ekket síðri. Tónlistin heldur sama klassíska Ninja Gaiden taktinum (Leikirnir höfðu hálfgerða einkennistónlist eins og Megaman gerði). Betri stjórn og hægt var að gera meira en áður. Þetta var samt erfiðasti leikurinn í seríunni og það tók mig dágóðan tima að klára hann. Seinasta borðið er vægast sagt algert morð og eftir að ég kláraði hann sór ég að ég myndi aldrei spila hann aftur :).

Þar sem ég vil ekki eyðileggja plottið fyrir þeim sem ætla að spila leikina þá er ég einungis með smá kynningu á byrjun hvers leiks. Ef þið viljið lesa söguna eins og húnn leggur sig þá endila kíkja URL-ið sem er hérna neðst.

Fyrir þá sem vilja prófa einhvern gamlan og góðan leik þá mæli ég eindregið með Ninja Gaiden seríunni. Hún er án efa ein besta platform serían sem var gefin út og persónulega get ég varla beðið eftir PS2 útgáfunni. Cinematic Cutscenes sem voru í leiknum voru mjög flott miðað við tækni og á ég minningar af mörgum mjög eftirminnilegum atriðum í þessum leikjum.
________________________________________
Heimildir:
http://www.classicgaming.com/ninjagaiden/
[------------------------------------]