Það sem að ég hef tekið eftir er að ekkert er eins og að prófa
nýjan tölvuleik sem maður hefur beðið lengi eftir. Fer út í búð
daginn sem leikurinn kemur, fá svo leikinn í hendurnar, það er
sko alvöru fýlingur. Hér er listi sem ég hef gert til að ráðleggja
ykkur til að hugsa um.

1. Þegar að þú ert að bíða eftir leik ekki kíkja það mikið úr honum
nema svona 5-10 screenshot og alls ekki lesa söguþráðinn!
Þetta skemdi Majora´s Mask gjörsamlega fyrir mér. Ég spilaði
Ocarina of Time í 8. bekk ( Er í 11.bekk búna), hann var svo
góður að ég hékk í honum allan daginn. Dreymdi um hann
stundum og hugsaði hvað myndi gerast, Hyrule var bara hinn
heimurinn sem ég átti heima í. Allt í leiknum kom mér
gjörsamlega á óvart. Ástæðan var sú að ég vissi nákvæmlega
ekkert um leikinn. Eftir að hafa klárað hann var búið að staðfesta
næsta leik í seríunni. Ég var svo spenntur að ég las allt um
leikinn, kíkti á öll screenshot og allt. Leikurinn var eyðilagður
fyrir mér. Ekki er ég að kíkja á mikið núna úr Jak and Daxter því
að ég tel hann vera það góðan að ég verð að banna mér að kíkja
á meira.

2. Nemdi þetta aðeins áðan en eins og með bíómyndir þá er
original oftast best, mér finnst tildæmis ekki eins gaman að
spila leiki sem hafa bara fengið uppfærslur á grafík og
hljóðum. Þetta á kannski bara við um ákveðna leiki, s.s
ævintýraleiki og RPG.

3. Að vera vel undirbúinn því góða og fylgja fyrstu tveimur
ráðunum. Þessi ráð hjálpa.

Fyrst var ég ekki ánægður með það hvað Nintendo gerði við
Zeldu, en þeir vildu breyta leiknum til að hafa hann ekki of
líkan hinum. Síðan þegar að ég fattaði þetta fór ég bara í hið
besta skap.

Jak and Daxter er eitthvað nýtt, með einn stóran heim sem
enginn annar platform leikur hefur haft, flottustu grafík sem ég
hef séð í platform leik (Skiptir litlu) og fyrstu A.I cameru sem
fylgir Jak sem á að vera eitthvað revolutionary.
Ég hef enþá ekki spilað Final Fantasy leik, ég ætla að byrja á
nr. 10 og gá hvort að hann opnar augun mín á einhverju sem
ég hef aldrei uppgvötað áður.

Hefur einhver annar hér tekið eftir þessu sem ég var að nefna?