Samkvæmt heimildum C|NetNews.com er talað um að Microsoft muni seinka vél sinni í Japan þangað til 22. febrúar næstkomandi 2002.

Samt sem áður stendur ennþá dagsetningin á Bandaríkjamarkaði, 8 Nóvember 2001.

Í sinni fyrstu tilraun til þess að komast út á leikjatölvumarkaðinn mun Microsoft þurfa að leiða hesta sína gegn hinum sterku Sony og Nintendo.

Nintendo sagði síðasta fimmtudag að þeir myndu seinka útgáfu bandarísku leikjavélarinnar GameCube til 18 Nóvember en áður var stefnt á 5 Nóvember. Þetta var gert til þess að þeir gætu haft fleiri vélar á lager þegar nær dregur Þakkagjörðarhátíðinni hið vestra.

Fræðimenn hafa sagt að Microsoft gæti seinkað vélinni sinni í Japan fram til Mars á næsta ári þegar skólarnir taka sér vorfrí til þess að tryggja að nóg sé um vélar í Bandaríkjunum yfir hátíðirnar.

Snemma í mánuðinum bar Microsoft vörn fyrir sig þar sem ásakanir voru til þeirra um galla í móðurborði Xbox vélarinnar.

Hugbúnaðarframleiðendur voru að svara tilsvörum fjárfestafirmunnar Thomas Weisel sem sagði að margir heimildarmenn sem tengjast framleiðslu Xbox hafa staðfest gallann. Gallinn mun seinka framleiðslu í nokkrar vikur en ekki fram yfir 8 Nóvember sem er útgáfudagur Xbox.

Talsmaður Microsoft sagði aðspurður að það væru engir gallar væru á móðurborðinu og framleiðsla gangi vel.

Ef haft er eftir James Bernard talsmanni Microsoft segir hann: “Það er alls ekkert að Intel móðurborðinu, við munum gefa vélina út 8. Nóvember næstkomandi.”

Hvorir tveggja Nintendo og Microsoft eiga eftir að þurfa klóra vel í bakkann því að þeir eru ári á eftir Playstation 2 frá Sony sem er að seljast mjög vel bæði í Bandaríkjunum og Japan.

Microsoft miðar við að senda frá 1.5 milljón eintök af vélinni í fyrstu sendingu.

ScOpE