Þetta er lengi búið að vera á dagskrá á korkunum undir Xbox. Málið er hins vegar að það eru mikið fleiri á Íslandi sem eiga Xbox 360 og eru að spila á netinu eða keppast við að hækka gamerscore-ið sitt heldur en eru á þessum lista.

Því er full ástæða til þess að láta á þessu bera enda uppfæri ég listann 1-2x á dag ef þörf er á.

Ég hvet alla þá sem ekki eru með nikkið sitt á listanum að láta mig vita jafnvel þótt þið séuð ekki að keppa við hæsta gamerscore-ið því það er gaman að eiga alla þá Íslendinga sem eru með Xbox 360 inni á Friends listanum sínum á XBL.

Ekki láta á ykkur standa skellið ykkur á listann og spilum/keppum saman.

Listann er að finna á www.123.is/bogo undir XBL Vinir.