PS2 leikir Dæmdir! IV The Bouncer (7.0 IGN)
fjallar um þrjá útkastar á einum litlum mjög fámennum bar
sem er ólýsanlega fáranlegt því hvað hefur maður að gera
við ÞRJÁ! mjög færa og sterka bardagamenn sem útkastara á
stað sem ekkert er að gerast??? Og með þeim er stelpa
sem verður rænt strax í byrjun leiksins og snýst söguþráðurinn
um á að bjarga henni. Annars er sagan ágæt á köflum, kemur
á óvart jafnvel.
Spiluninn er ÖMURLEG, hún er klunnaleg og þreytandi og útsýnið
gerir mann stundum brjálaðan! Það eina sem bætir spilunina er
bardaga hæfileikarnir sem maður getur unnið sér inn.
Grafíkin er ótrúlega flott, eg bara get ekki sett neitt útá
hana, það virðist öll vinna í þennan leik farið í grafíkina!
Já það er satt, maður tekur alltaf eftir grafíkini fyrst en það
er af því að maður sér leikinn áður en maður prufar hann,
þannig að grafík getur haft mikla áhrif á sölu, en þegar þú
kaupir þennan leik þá ertu nánast bara að kaupa grafíkina.
Hljóðið er ekkert sérstakt, raddirnar eru mismunandi, sumar eru
ásættanlegar en sumar eru ömurlegar, en það er ekki það sem
fer í taugarnar á mér í þessum leik.
Endingin er nátturlega engin því spiluninn er engin. Ef þér
virkilega finnst gaman að spila “Útkastaran” þá er svo sem
ending sæmileg, eg asnaðist við að kláran þrisvar sinnum
einu sinni með hverjum karl og söguþráðurinn verður ljósari
hvert skipti sem þú klára hann og þú getur haldið bardaga
hæfileikana sem þú hefur unnið þér inn og líka styrkleika
persónunar sem þú valdir ef þú ætlar að kláran aftur.

Þessi leikur á ekki skilið meiri umfjöllun,
eina sem eftir er að segja er EKKI KAUPA ÞENNAN LEIK!
Þetta er bara mín skoðun, þið þurfið ekki að hlusta mig.


Einkunn: 5.0

Tegund: Hasar/Slagsmál
Þjóðarrætur: Japan

Framleiðandi: Dream Factory
Útgefandi: Square Electronic Arts

________________________________________________________________________________


Zone of the Enders (7.5 IGN)
gerist á 22. öld þar sem menn eru líka orðnir marsbúar og eru
búnir að uppgötva eldsneiti sem þeir kalla Metatron sem
er líka notað til að keyra upp vélmennin eða “Orbital Frame”
á frummálinu, sem eru mjög áþróuð og notuð til stríðs,
eða nánar tiltekið Metatron stríðs sem geysir yfir.
En aðal persónan heitir Leo Stenbuck, lítill strákur
sem missir allt sitt eftir áras Vascilia hersins á
nýlendurnar.
Þessi leikur spilast alveg ágætlega, venst tökkunum fljótt.
En eftir svona klukku tíma þá fær maður leið á að spila
því að það er skortur á fjölbreyttni. Í gegnum nánast allan
leikinn notaði eg bara leiser sverð, en mjög notaði byssurnar
sama sem ekki neitt því að andstæðingarnir drepast fyrr.
Grafíkin er þokkaleg þó sumir bakgrunnir eru hálftómlegir.
En hefur greinilega verið eytt miklum tíma og vinnu í grafík
og eg kvarta ekki.
Hljóðið er svo sem fínt, ekkert sem fer í taugarnar á mér nema
þegar við förum raddirnar, tildæmis getur strákurinn verið
ótrúlega pirrandi og það er kanski ekki það rosalega slæm
raddbeiting en gríðalega getur hann verið heimskur.
Ending er lítil sem engin, en mundi allavega ekki nenna að
spila þennan leik. Jújú hann getur alveg dugað dágóðan
tíma víst það eru nokkrir endar á leiknum og líka tveggja
manna spilun.
Persónulega þá tek eg áhættu þegar eg kaupi leiki enda
fékk eg hann bara lánaðan og hefði aldrei keypt hann.
En ef Metal Gear Solid 2 prufan fylgir þá væri kanski
möguleiki fyrir suma að vera sáttir, en eg fékk að spila
það þannig eg get ekki dæmt um það.
Niðurstaða, ekki góður en ekki rusl.


Einkunn: 6.5

Tegund: Hasar/Ævintýr
Þjóðarrætur: Japan

Framleiðandi: Konami JPN
Útgefandi: Konami