Future PS2 PlayStation 2 er með flestu framleiðandana að vinna á sinni
tölvu. Yfir 300 3rd party leikjaframleiðendur að vinna sig
máttlausa að forrita fyrir hana. 70% framleiðenda hjá Konami
er að vinna á leikjum handa henni og þar má nefna Metal Gear
Solid 2 og Silent Hill 2. Sony hefur líka frábæra 1st party
framleiðanda, Polyphony Digital og Naughty Dog.
Sony er að hamast við að koma netinu í gang, þeir hafa komið
40GB hörðum diski út í Japan og hann kemur hingað snemma
á næsta ári. Þeir hafa búið til netkort sem kemur með harða
disknum til þess að geta vafrað á netinu, ímyndið ykkur að
keppa við einhvern á netinu í Gran Turismo eða Tribes á
sjónvarpinu ykkar. Svo eru leikjafyrirtækin byrjuð að undirbúa að
það verði hægt að downloada drasli af netinu s.s demóum. þar
má nefna Tomb Raider Next-Gen. Til að koma þessu öllu í
gang þurti Sony að gera samning við fullt að fyrirtækjum til þess
að hafa skipulag á þessu. Hér eru nokkur fyrirtæki sem Sony
gerði samning við.

Macromedia: Til að geta spilað Flash myndir og skoðað Flash
síður á netinu. 96% fólks sem fer reglulega á netið hafa það.

Real Networks: Til að fá Real Player og önnur Real Networks
forrit til að virka með PS2. Með Real Player er hægt að hlusta á
netútvarp og horft á netvideo.

America Online: Til að fá AOL forritin á PS2. Það inniheldur nýja
útgáfu á Netscape til að getað vafrað á netinu. AOL hefur 29
million visðkiptavini um allan heim og er því stærsta
netþjónusta í heimi.

Cisco Systems: Þetta fyritæki mun koma PS2 á netið með því
nota breiðbandið.

Sun Microsystems: Kemur Java scriptum á PS2 til að gera
netið betur í notkun, og til að láta leikjaframleiðendur geta notað
Java forrit á PS2.

Sony hefur líka búið til LCD skjá, lyklaborð,DVD fjarstýringu og
mús sem virka með PS2. Í könnun sem var gerð í OPM U.S
sögðust 81% fólks sem eiga PS2 ætla að nota netið, 16% ekki
búið að ákveða sig og 3% vilja það ekki.
Sega er líka að gera leiki sem maður getur keppt við
Dreamcast eigendur á netinu með PS2.
Netleikir sem hafa verið ákveðnir eru herleikurinn SOCOM:
Navy Seals, skotleikurinn Tribes 2, hjólabrettaleikurinn Tony
Hawk 3 og tónlistarleikurinn Freaquency. Gran Turismo
Online hefur ekki en verið staðfestur.

En nóg með netið, nú er komið að framtíðarleikjum.

Jak and Daxter: The Precursor Legacy:

Hopp og skopp leikur gerður af Naughty Dog sem kemur bara
á PS2, ein fallegusta grafík sem maður hefur séð í stórum og
litríkum heimi. Kemur út í rétt fyrir jól.

Eftirvænting Sphere´s: 5/5.

Devil May Cry:

Gerður af Capcom sem gerir Resident Evil seríuna. í þessum
leik lofa þeir pottþéttri spennu með æðislegum grafíkum,
kemur út í September. Sjá grein Devil May Cry hér fyrir neðan.

Eftirvænting Sphere´s:4/5.

Silent Hill 2:

Hræðilegasti leikur í heimi er kominn með framhald, Leikurinn
gerist á sama stað og forveri sinn. Góð grafík og frábært hljóð til
að skapa sem hræðilegustu stemmninguna. Spooky leikur
sem er ekki fyrir viðkvæmar sálir. Kemur í haust.

Eftirvænting Sphere´s:5/5.

Metal Gear Solid 2: Sons of Liberty;

Besti leikur sem kom á PSone er kominn með framhald sem
hefur fengið þokkalega andlitslyftingu. MGS2 lofar löngu og
góðu gameplay með góðum real-time myndböndum. Leikurinn
kemur í haust.

Eftirvænting Sphere´s:5/5

Resident Evil: Code Veronica X:

Góður leikur eftir Capcom sem kom á Dreamcast er bættur
þegar að hann kemur á PS2. í þetta skipti leitar Claire Redfileld
af bróður sínum.

Eftirvænting Sphere´s:4/5.

Maximo: Ghosts of Glory:

Nýr leikur af gömlu syrpinu en samt ekki framhald af gamla
leiknum. Nú er leikurinn kominn í eina fallegustu þrívídd.
Capcom vill aðleikurinn verður klassískur, þar sem að þú berst
við drauga og beinagrindur og allt hið dauða. Þessi leikur
fókusar mest á old-school gameplay.

Eftirvænting Sphere´s:4/5.

The Getaway:

Ég gerði langa grein um þennan leik fyrir stuttu og nenni ekki
að endurtaka allt. Hann er ótrúlega flottur.

Eftirvænting Sphere´s: 5/5.

ICO:

Ég gerði langa og góða grein um þennan leik fyrir stuttu en
samt fór hann á korkana. Kíkið á korkana fyrir umfjöllun. Þessi
leikur er einn flottasti á vélinni.

Eftirvænting Sphere´s: 4/5.


Virtua Fighter 4:

Flottasti bardagaleikur sem ég hef séð. Sega ákvað að gefa
Sony þennan leik og þessi er sá fjórði í syrpuni. Leikurinn er
kominn á spilakössum en kemur í vor á næsta ári flottari en
nokkru sinni áður á PS2.

Eftirvænting Sphere´s: 4/5

Tekken 4:

Grein hér fyrir neðan.

Eftirvænting Sphere´s: 4/5.

Aliens: Colonial Marines:

Fyrstu persónu skotleikur sem er gerður eftir Alien myndunum.
Leikurinn er sagður vera mjög spennandi og andrúmsloftið á
að vera mjög spooky. IGn segja hann vera miklu betri en hina
Aliens leikina og ætti að vera á 60fps.Grafíkin í leiknum eru
einstök og leikurinn ætti að láta sjá sig í haust.

Eftirvænting Sphere´s: 4/5

Final Fantasy X:

Nýji Final Fantasy leikurinn hefur verið að seljast eins og heitar
lummur í Japan. Vonandi getur Square borgað Sony peningin
sem þeir skulda þeim.

Eftirvænting Sphere´s: 5/5

Framtíðin er björt fyrir PS2 og vonandi finnið þið ykkar The Third
Place.

Ég nenni ekki að hafa þetta lengra vonandi líkaði ykkur greinin.