Devil May Cry Devil May Cry

Guð minn góður, þrátt fyrir mikið djamm um helgina eyddi ég öllum mínum tíma í að skoða nýjustu afurð Capcom, Devil May Cry. Leikur þessi er í þriðjupersónu og fjallar um Dante sem er 1/2 maður, 1/2 djöfull. Það er ekki gefið mikið upp um sögu leiksins þar sem þetta er Trial Edition sem mun fylgja Resident Evil pakkanum sem kemur út í September.

Leikurinn er fantaflottur, æðisleg grafík og með því besta sem ég hef séð á PS2 to-date. Leikurinn er virkilega spooky og manni bregður við hvert óp og hvern hljóm úr falska orgelinu sem glymur um kastalaveggina. Dante skarar einum flottasta og svalasta karakter síðan nýlega Max Payne þar sem hann berst jafnt með miðaldar og nútímavopnum auk ýmissa bardalista. Í byrjun er með útbúinn risastóru sverði og tveimur akimbo skammbyssum. Hægt er að stinga sverðinu inn í óvinina og bomba þeim upp í loftið, svissa yfir á akimbo og skjóta úr þeim innyflin meðan þeir hanga í loftinu varnarlausir við kraft akimbo skotanna. Andrúmsloftið er óhugnalega spooky í leiknum og allt er svo vel gert þar sem hlutir eru aldrei fyrir, þegar maður snýr baki í þá og cameran liggur fyrir aftann mann þá verða hlutirnir gegnsæir til að skyggja ekki á bardagann eða skemma fyrir spilaranum. Óvinirnir eru með þeim allra óhugnalegustu sem ég hef nokkurn tímann séð, miklu verri heldur en Resident Evil og Silent Hill til samans. Til að mynda lennti ég í vatnslausum gosbrunnsgarði í gær þar sem öskrandi nornir komu svífandi að mér með risastjór skæri reynandi að klippa mig í tætlur, ég afgreiddi þær léttilega með afsöguðu hagabyssunni minni en guð minn góður hvað ég var alvarlega spooked out.

Þar sem Dante er hálfur djöfull getur hann breytt sér yfir í djöfull sem er nokkurskonar fallen angel, hann getur svifið um í skammann tíma og skotið eldingum sem rífa út sálir eða lífsgjafa óvinanna, hvort sem er.

Devil May Cry er væntanlegur í búðir í Japan á miðvikudaginn og get ég persónulega ekki beðið eftir að liggja í honum næstu helgi.

Einkun: 9.5