PS2 leikir Dæmdir! Timesplitters (8.6 IGN)
finnst Mér frekar góður leikur, eg hætti allavega ekki að spilan fyrr en eg var búinn að klára hann í storymode easy, normal og hard bæði í 1player og 2players. Og eg kláraði heilling af áskorunum.
En það er rosa mikið flökt í grafíkini.
Alveg þess virði að kaupa.
Styður ekki lylklaborð né mús! sem er drullu fúlt.
Ekki mikil ákorun fyrir quake-ara og fps frík.
7.0

Armored core 2 (8.0 IGN)
er fekar slappur en það er svo sem allt í lagi að spilan, hann gengur aðalega útá að gera vélmennið sitt betra með því að vinna missions sem maður fær pening fyrir og svona aukalega áskora önnur vélmenni til einvígis, fyrir peninga. Það er endalaust hægt að pæla í því hvaða hluti maður kaupi fyrir vélmennið sitt, því að maður þarf að spá í hversu þungur hver hlutur er, hversu mikla orku hann eyðir, hversu mikla þyngd hann þolir og ofl.
Eg var reyndar of fljótur að dæman afþví, að stjórna vélmenninu á fyrsta borðinu var jafn erfitt og að þræða tvinna í gegnum nál meðan maður rennur niður pýramída í hjólastól. En þegar maður er farin að geta upgrade-að vélmennið þá er þetta sæmilegur leikur. Hann er á DVD formati og ekkert það mikið loading tími. Dálítið af flöktri í þessum leik sérstakleg í menu screen.
Eg mundi ekki borga meira en 2500kr. fyrir þennan leik.
einkunn 4.0

Quake III: Revolution (8.8 IGN)
er frábær leikur, er þegar búinn að kláran í I CAN WIN, BRING IT ON og HURT ME PLENTY. En stæðsti galli þessa leiks er það er ekki hægt að nota lyklaborð og mús sem Ps2 styður og hann er drullu lengi að load-a eins og timesplitters en ekki eins og menu-ið hefur frostnað nokkru sinnum hjá mér.
einkunn 7.4

Shadows of memories/Shadow of Destiny (8.5 IGN)
er leikur sem eg gat hætt að spila fyrr en búinn. En það tekur ekki langan tíma að klára hann mestalagi 8 tíma. en það er hægt að fá 6 enda á hann, þegar þú ert búinn að kláran einu sinni þá tekur mestalagi 3 tíma kláran aftur. Eg held að eg náði að fara í gegnum hann á tæplega 30mín. Hann er á DVD format og er lítið sem ekkert loading. Grafíkin er dálítið gölluð sami galli er í Timsplitters, get ekki líst þessum galla öðruvísi en að bakgrunnurinn flöktrar.
Einkunn: 8.0

Eg held að besti Ps2 leikurinn sem er kominn
ut sé Twisted Metal Black, hann fékk 9.6 hjá ign en það er mesta sem ign hefur gefið ps2 leik fyrir utan GT3 sem fékk 9.8, á eftir Twisted Metal Black er SSX með 9.3. Ekki mikill munur en mér líst best á Twisted Metal Black. Hann er ekki kominn í evrópu en eg held að það sé stutt í hann, þetta region kjaftæði er að gera mann brjálæðan, ef það væri ekki hefði maður bara pantað hann að utan þegar hann kom í júní í Bandaríkjunum.

Eg veit að þetta eru ekki nein geðveik review en þetta hjálpar vonadi einhverjum að
ákveða sig. Eða hafa bara gaman af…