Dead Or Alive 4 Dead Or Alive 4 er núna kominn í Xbox 360 í Asíu og Norður Ameríku.

Það er búið að laga mikið af hlutum í leiknum og búið að gera leikinn fljölbreyttari en hina DOA leikina, það hefur verið mikið kvartað yfir því hve þeir voru bara of einfaldir fyrir hardcore spilendur og hann Itagaki og Team Ninja
hafa verið að laga það í þessum leik þannig að hardcore fighter fan mun fíla þennan leik aðeins meir en hina leikina
t.d. er búið að bæta inn ground game, mikið af frame advantage/safe move-um og damage modifiers.

A.I-ið er í líkingu við SC3(Soul Calibur 3) og T5(Tekken 5)nema bara léttari mikið af fólki er búið að kvarta yfir þessu og verið að segja að þetta sé of erfitt og sé einfaldlega óréttlátt,
en ef fólk fer að líta á aðra leiki t.d. 2d fighter-ar er þetta ekki neitt.

Í þessum leik eru öll mode-in og voru í DOA:U(Ultimate)(Tag battle, Survival, Team battle, VS battle, Sparring, ONline, Time Attack)og er búið að bæta við möguleika á að taka screenshot,öðruvísi lobby og er ekki alveg viss með að taka upp bardaga o.fl.

DOA er líka nokkuð frægir fyrir að ná til casual player-inn sem sagt þú getur alltaf bara farið í hann og skemmt þér þótt þú sért ekki til í að læra á leikinn og reyna eitthvað af viti. Itagaki reynir að gera það við alla sína leiki t.d.
ef maður lítur á Ninja Gaiden(Black) flott grafík, mikið af möguleikum og létt að stýra.

Character-arnir eru núna 22 talsins

Kasumi
Ayane
Ryu: Frá Ninja Gaiden, talinn vera eitt af bestu leikjum Xbox vélarinar.
Hayate
Hitomi
Tengu
Nicole: Hún er Spartan frá Halo *Nýr character
Lisa(La Mariposa): Frá DOA xtreme beach volleyball
Kokoro: Hún er ný
Elliot: Hann er nýr
Zack
Tina
Leon
Lei Fang
Jann Lee
Helena: Hún er aðal character-inn og þarf að unlock-a hana með því að vinna með öllum í story mode, svo vinna með henni til að sjá canon endinn
Gen Fu
Christie
Brad Wong
Bayman
Bass

Svo er endakall með sem er klónið af Kasumi a.k.a. Alpha-152

DOA4 er hraðasti 3d figther-inn í dag og bestu grafík, ef maður sér t.d. borðin í leiknum miðað við hina leikina þá sér maður muninn STRAX borðin eru mjög vel gerð, þau eru líka mjög stór og multi-tierd eins og var kynnt í DOA2 í Dreamcast.
OG einnig má bæta inn að það er Halo borð og svona “endalaus” borð eins og má finna í Tekken leikjunum (ekki Tekken 4, það er nú samt ekki hægt að segja að það sé Tekken leikur þar sem hann er það ílla gerður og óúthugsaður).

Persónulega er ég að bíða eftir Online play útaf því að Ísland býður ekki upp á neinn möguleika á að keppa í bardaga leik fyrir Íslendinga er online það eina sem getur fært mann einhverja keppni og útaf því mæli ég með að fá hann ef þú ert að fíla fighter-a og vilt reyna match-a(Sama stigi?) og heimurinn, nema auðvitað að þú getir eytt peningum í flugferðir um alla heim til þess að keppa(nánar tiltekið Stærstu ríki Ameríku, Kyoto, Tokyo eða aðra stórborgir í asíu).

Auðvitað er Online smá gallað t.d. lagg getur spilt ÖLLU og einfaldlega eyðilagt allt en það er hægt að gera eitthvað við því eins og fá sér betri tengingu.
OG það er tapsárt fólk sem notar eitthvað sem kallast Lag-tactic þeir láta leikinn lagga svo að þeir geti spilað betur, laggið byrtist AÐEINS hjá einum aðila það er hægt með því að lækka Upload harðann.

Itagaki hefur sett inn möguleikann á að download-a plástrum fyrir leikinn og ýmsums hlutum(klæðnað möguleiki fyrir borð? mjög ólíklegt samt) það er ekkert inná núna en í framtíðinni getur þú búist við því þar sem hann sagði nú í einu viðtali
að það væri u.þ.b. 10 búningar fyrir hvern character en það er ENGINN með 10 búninga.

Lögin eiga víst að passa vel í leikin og ef þið spiluðuð DOA:U og munuð eftir Aerosmith(Dream On? spilaði ekki doa:u) og eruð að vona eftir fleiru þá já, þeir eru líka í þessum leik :) (intro-ið eat the rich)

Fyrir fólk sem vill fá in-depth uplýsingar um þennan leik (fyrir spilendur sem vilja meira en bara button mash og vita bara öll move-in hjá characterum) www.doacentral.com

Ég vona að það verði einhverjir hardcore DOA4 spilendur hérna á Íslandi getum hist online ;)

Spurningar? Spurjið bara ég er viss um að hafa gleymt helling af dóti.