Loksins , er komið preview af Tony 3..sem mun koma út seinna á árinu. (Ég hef heyrt að mánaðarmótin sept-oct. séu líkleg…enn það er samt ekki búið að gefa út neitt official date yet)

Enn þá að leiknum , hann lítur glæsilega vel út , borðin eru mun stærri og flottari…fleiri og ný level goals.T.d.í einu borðinu , er einn gaur fastur í draugahúsi….svo maður þarf að tala við hann og hann biður mann um að ná í exi svo hann komist út….öxin er svo hinum megin í borðinu , efst upp á einhverju þaki.

SKATE-….SKATE stafirnir verða ekki alltaf á sama stað , svo mar getur ekki bara munað leiðina að þeim eins og í fyrri leikjunum…sem mun án efa gera leikinn mun erfiðari.

Síðan verður ágætlega mikið af bystanders og þannig….sem geta talað við mann , allt frá að biðja mann um að sýna þeim some tricks alveg upp í “quit buggin' me” eða eitthvað svipað.

Trickja setupinu hefur einnig verið breytt / lagað…samt örugglega svipað og áður.

Borðin sem eru komin eru

Skater Island -
Rio De Janeiro -
Los Angeles -
Canada -
Tokyo -
og Paris….enn það munu örugglega bætast við fleiri borð

og skeitararnir sem mar getur valið eru eiginlega þeir sömu..
nema Bam Margera úr Jackass er búinn að joina hópinn
á meðan bob burnquist og kareem campbell vantar

Ég verð að segja eins og er að mig hlakkar geðveikt til í haust (eða seinna í vetur) þegar þessi leikur kemur út.
Hann mun án efa verða besti tony leikurinn hingað til …og að mínu mati er tony 2 besti leikur sögunnar….(frekar drastíkt , enn hey!! :)

Soah…..vildi bara deila þessu með ykkur ….og btw. ég fékk sumar af þessum upplýsingum frá www.ps2.ign.com
Ps. tony 3 mun koma út á game boy advanced , psx ,ps2 x-box , blah….man ekki alveg , allavega some 6 tölvur.

Enjoy….
.