Í síðustu viku var Gran Turismo 3 gefinn út fyrir PlayStation 2 í Evrópu og það er óhætt að segja að hann hafi skilið alla samkeppni eftir í reyk…og er Gran Turismo 3 hvorki meira né minna en í fjórða sæti yfir þá leiki sem selst hafa hraðast í Bretlandi en leikurinn seldist í um það bil 100.000 eintökum. Þetta er alveg einstakur árangur í ljósi þess að PlayStation 2 hefur aðeins verið í 8 mánuði á Evrópumarkaði…

En þetta er aðeins byrjunin, því nýjustu tölur frá Japan sýna að Final Fantasy X sem gefinn var út þann 19.júlí síðastliðinn fyrir PlayStation 2 seldist í 2.14 milljónum eintaka fyrstu fjóra dagana og fékk þann magnaða heiður að verða fyrsti PlayStation 2 leikurinn sem selst í yfir 2 milljónum eintaka…

Þetta er aðeins byrjunin, því væntanlegir eru leikir á borð við Silent Hill 2, Metal Gear Solid 2, Tony Hawk Pro Skater 3, Twisted Metal Black, Grand Theft Auto 3 og Max Payne svo örfáir séu nefndir…