The Warriors - Gagnrýni Það skaust uppí kollinum á mér að skrifa grein um The Warriors, sem er nýr leikur frá Rockstar, vegna þess að mér leiðist og næ ekki að sofna.

Núna fyrir stuttu síðan kom leikur frá Rockstar sem ber nafnið The Warriors. Við skulum byrja á því að segja frá því að hann er byggður á samnefndri mynd frá árinu 1979. En Warriors myndin er algjör “cult” mynd og heldur leikurinn öllu útliti, tónlist, umhverfi og persónum hennar.

Söguþráðurinn í stuttu málið gengur útá það að gengið “Warriors” eru ranglega sakaðir um að hafa banað klíkuforingja úr annari. Allir eru alveg snældubrjálaðir útí klíkuna og eru allar hinar klíkurnar á eftir þeim, til að drepa þá.

Svo ég taki smá af bt.is vefnum, vegna þess að ég get ekki orðað þetta betur:
Meðlimir The Warriors verða að komast frá einum enda New York til annars þar sem þeirra heimasvæði er. Eina sem stendur í veginum eru 30 kílómetrar og þúsundir klíkumeðlima. Meðlimir The Warriors verða að berjast til að halda lífi, þar sem hættan leynist við hvert fótmál.

Rockstar endurskapaði og bætti við söguþráð myndarinnar til að skapa dýpri og skemmtilegri upplifun við spilun leiksins. Hefur líklegast verið svaka project að gera þennann leik. Það eru 3 bardagastílar í leiknum: Street fight, brawler og kung fu. Það er svona “rage” mælir sem virkar eins og t.d. boost í SSX leiknum, nema til að framkvæma mikið grófari brögð ;). Þegar hann fyllist þá geturu gert svakalega lúin brögð til að stúta óvinunum. Svakalegt að horfa á þetta. Ég get staðfest það að þetta er með þeim flottari bardagaleikjum sem ég hef séð. Svo ég taki það fram áður en ég gleymi því, þá spilaru sem einhver af 9 meðlimum Warriors, sem heita Cleon, Ajax, Swan, Snow, Cochise, Cowboy, Rembrandt, Vermin og Fox. Þú velur ekki hvern þú spilar, heldur fer það bara eftir sögunni í leiknum hvaða persónu þú stjórnar. Maður þarf að berjast gegn fjöldanum af meðlimum úr öðrum klíkum. Kannski því það eru allir brjálaðir útí Warriors.
Það eru svona mini-leikir sem maður getur hangið í ef maður nennir t.d. ekki í annað mission, svosem brjótast inní búðir og bíla, og rænt vegfarendum, sem er bara svalt. Leikurinn er ekki ósvipaður og Manhunt í graffík, sem er ekki verra, en game-playið er margfalt betra og skemmtilegra, mikið ferskari saga. Warriors er kannski ekki jafn brutal á köflum og Manhunt.

En mín upplifun á þessum leik er:
Hann er snilld. Ég skoðaði BT vefinn í fyrradag og sá frétt um leikinn og ég hugsaði með mér að ég ætlaði bara að fá hann í dag (hálftíma keyrsla í næstu verslun :P) og ég plataði vin minn á Selfoss svo ég gæti keypt hann. Svo kom ég heim og skellti honum í PS tölvuna mína og bara byrjaði að spila, frá klukkan 19:00-03:30 um nóttina, og skóli daginn eftir. Bardagakerfið er svo fullkomið á því, a.m.k. finnst mér það, svo eru bardagarnir svo vel gerðir og flottir, og lúaleg brögð sem kryddar leikinn, yndislegt að sjá persónurnar sem maður spilar LUMBRA á óvininum. Þú getur notað vopn, en ég hef ekki komist á stað þar sem ég get notað skotvopn, en þú getur notað allskyns hluti til að lemja með, notað t.d. spreybrúsa til þess að sprauta í augun á andstæðingnum. Algjör snilld að horfa á þetta, svo er alltaf að gerast eitthvað nýtt þannig að maður fær ekki nóg.

Svo er co-op möguleiki í leiknum, mér finnst hann mikið skemmtilegri, byrjaði uppá nýtt á honum í dag með vini mínum. Það er svo fyndið að það er hægt að særa vin sinn í leiknum, hrekki hann stundum, hann er að ræna einhvern útá götu, og ég kasta smá múrstein í hann, eða hendi kannski molotow cocktail í hann, sem mér þykir mjög fyndið. En þetta er annars mikið skemmtilegri möguleiki heldur en að spila single-player.

En þá er komið að einkuninni.
Spilun: 9
Graffík: 8
Hljóð: 8

Hérna er vefurinn þeirra:
http://www.rockstargames.com/thewarriors/warriors.html

Trailer 1
http://www.rockstargames.com/thewarriors/trailers/warriors_trailer1_480x270a.wmv
Trailer 2
http://www.rockstargames.com/thewarriors/trailers/warriors_trailer2_480x270.wmv
Trailer 3
http://www.rockstargames.com/thewarriors/trailers/warriors_trailer3_480x270.wmv

Ég vona að það hafi verið hægt að taka mark á þessari rýni. Takk fyrir mig.

PS. Ekki vera að eyða tíma í að leiðrétta stafsettningar og málfræði villur ;)