Ein mest notuðu rökin hjá þeim sem kaupa PS2 t.d. til að horfa á DVD, er hversu flott hún er, flottari en X-Box og GameCube (sem mér finnst reyndar ekki).

Eftir að hafa séð myndirnar af PS3 held ég að Sony menn hafi misst forskotið á þessu sviði. Silvurlitað flykki sem lýtur út fyrir að vera stærra en gamla X-Box tölvan, mun verða næsti fulltrúi Sony manna.

PlayStation3 - Mynd
PlayStation3 - Mynd 2#

Á meðan eru komnar myndir af án efa allra flottustu next-generation leikjatölvuni, Nintendo Revolution sem verður alls ekki slakari í reiknigetu og álíka en PS3 (mikil leynd hafi verið í kringum tölvuna hingað til, svo ekki er hægt að segja nákvæmlega til um það).

Nintendo Revolution - Myndir - Ekki láta auglýsingarnar (ef það eru einhverjar) stoppa ykkur, linkur fyrir ofan sem opnar þetta.


Mér finnst meira að segja X-Box 360 tölvan margfalt flottari en PS3!

X-Box 360 - Mynd
X-Box 360 - Myndir

Bara að skjóta svo einni mynd af nýju GameBoy (jafnvel þetta einfalda tæki heillar mig meira en PS3 útlitið).

GameBoy Advanced Micro - Mynd

Hvað finnst fólki um útlit vélanna? PS2 vann augljóslega sína kynslóð, en mér finnst eins og Revolution geti vel orðið vinsælasta tölvan ef almennilegur DVD spilari er í henni og hún auglýst almennilega (að spila DVD er MIKIÐ sótt í, hvað þá þegar það er leikjatölva inn í þessu líka). Spurning hvort BT skipti um skoðun varðandi Nintendo og hætti að kalla Nintendo vörur “fyrir börn”, sem er náttúrulega bara vitleysa.


Varðandi stýripinnana þá finnst mér voðalega bjánalegur pinnin með PS3, sömuleiðis allt of stór þegar það kemur að hversu löng “handföngin” eru. Hann er þó örugglega þægilegur, þegar það kemur að einhverju öðru en FPS leikjum! Persónulega finnst mér “sveppirnir” (Analogs) verða að vera á ská (eins og á NGC og XBox stýripinnunum) þegar kemur að því að spila FPS, en það er bara hverju maður venst.

X-Box 360 pinnin virðist ekki mikið breyttur nema varðandi lit og að hann er straumlínulagaðari (meira “smooth”). Mér fannst hann fínn fyrir svo þetta gerir ekkert nema að bæta. Þar að auki er hann þráðlaus og finnst mér það mikill kostur!


Nintendo Revolution pinnin á víst að verða rosalegur, en það er ekki enn búið að kynna hann, ég bíð spenntur!


Allt í allt, þá skiptir útlit vélanna minnstu fyrir mig, virtist bara skipta svo miklu fyrir aðra, að Nintendo fanboyinn ég varð að monta mig af þessari gullfallegu Revolution vél ;)