Núna eftir að PSP vélin er komin til Bandaríkjana virðist hún vera drepa nýju Nintendo DS vélina sem kom stuttu áður. Ég hef mínar áhyggjur varðandi hversu lengi NDS leikir verða á hillum BT verslana landsins, og Bræðrana Ormsson hvað það varðar. Enn ég hef alltaf verið Nintendo trúr og að sjálfsögðu keypti ég mér vélina (DS).

Þetta er samt virkilega leiðinlegt. DS hefur verið á markaðinum nokkrum mánuðum lengur en PSP en samt eru fleiri titlar í PSP eins og er.

Það virðist einnig að titlar eins og Ridge Racer séu einfaldlega þægilegri í PSP vélinni sem er greinilega öflugri þegar kemur að krafti.

Sony virðist vera taka yfir handheld markaðinum sem Nintendo hefur bókstaflega átt í 25 ár eða svo. Ég vona hins vegar innilega að DS heldur samkeppni við nýju PSP vélina frá Sony og vil ég trúa að öll von sé ekki úti.

Það er þó eiginlega nú þegar bókað að PSP muni standa sig betur hér á landi. Bræðurnir Ormsson sem hafa víst umboðið fyrir Nintendo klúðra málunum eins og venjulega. En það er þó nokkuð víst að BT mun standa sig vel með sölu á PSP. Má nú reikna það út með því að bera saman PS2 titla við aðrar vélar í BT.

Það verður gaman þó að bera þessar tvær vélar saman, PSP og DS, og dæma þær af eigin reynslu en þangað til mun ég eyða stundunum saman í ótakmarkaða skemmtun á DS vélinni.