Þráðlaus Xbox = Snilld Jæja ég gerði það loksins núna um daginn eftir að hafa dáðst að Media Center hjá félaga mínum í ár eða svo að verða við því að kaupa mér sjálfur Xbox. Verslaði mér Xecuter2 v2.6CE á www.arrosoft.com og 200 GB HDD og fékk félaga minn til að modda hana fyrir mig. Verslaði fjarstýringu í Elko enda er hún ódýrari þar en í BT og fór að testa þetta.

Media center í Xbox er bara snilld. Getur látið vélina leita á www.imdb.com eftir upplýsingum um bíómyndir. Skoðað veðurspá og fleira og fleira.

Eina sem að böggaði mig við þetta allt saman og konuna mína líka (sem er verra) var kapallinn sem lá þvert yfir gólfið hjá mér. Hefði verið frekar mikið mál að þræða kapal undir lista meðfram veggjum frá PC vélinni minni að Xboxinu.

Ég leitaði á netinu og komst að því að það er hægt að tengja Xbox þráðlaust. Ég er með þráðlausan ZyXEL router frá vinum mínum í OgVodafone og þurfti því ekkert annað en einhverskonar Access Point til að tengja þetta saman.

Það er til orginal Xbox þráðlaus access point en eftir að hafa talað við þá hjá Tölvudreifingu (www.td.is) sem eru umboðsmenn fyrir Xbox á Íslandi þá komst ég að því að þeir eru ekki að flytja þá inn. Ég fór á alla staði sem mér datt í hug að finna eitthvað svona en endaði í BT í Smáralind. Þar var til Linksys Wireless Game Adapter sem er 54 mbs og ég skellti mér á einn slíkan.

Þegar heim var komið tók kvöin við. Easy install my ass!!! Það tók mig talsverðan tíma að configura þetta allt saman og virkaði í raun ekki fyrr en ég náði í laptop sem ég á og tengdi Game Adapterinn við hann til að sjá afhverju þetta var ekki að virka saman. Þar gat ég séð hvernig adapterinn hagaði sér og þá gat ég gert nauðsynlegar breytingar til að fá þetta til að virka. Þegar það small þá tengdi ég adapterinn við Xbox vélina mína. Þvílík snilld að hafa þetta þráðlaust. Ég er að streama myndum af PC vélinni minni þráðlaust í Xbox vélina mína án nokkra hnökra. Allt að virka virkilega smooth.
Eina sem dregur úr þessu er auðvitað að transfer hraðinn á milli Xbox og PC er auðvitað minni en ef að maður er með kapal en það er samt þess virði.

Linksys adapterinn kostaði 12.000 kall og ég verð að segja að er fyllilega þess virði þó að ég hafi ekki fattað strax hvernig hann virkaði.
Easy install er bara kjaftæði sem stendur á öllum kössum fyrir tölvuhluti.

Vona að einhver hafi í það minnsta haft gang og gaman af því að lesa þetta.

Kveðja,
Xavie