Sælir hugarar, síðastliðinn laugardag keypti ég mér hinn magnaða leik Nfl Street 2. Ég var ekki alveg viss hvaða leik ég ætlaði að kaupa mér en því að ég hafði heyrt hversu góða dóma hann fékk og séð mörg screenshot úr honum, þá ákvað ég að kaupa hann.

Ég gekk sæll útúr Media Markt með rauðan poka í hendi, og stefndi heimleiðis.

Þegar ég kom heim flýtti ég mér upp og kveikti á Xbox, setti leikinn í og byrjaði að spila. Og vá, þvílíkur leikur. Möguleikarnir eru endalausir, þú getur keppt allt frá 1 on 1, uppí heilan leik(7 on 7).

Þú getur farið í Own The City sem er svona tja Story Mode. Svo geturu farið í Deildina og keppt þar og svo er líka hægt að fara í eitthvað annað mjög sniðugt dót en ég hef ekki kynnt mér það nógu vel.

En þetta er ekki bara það, einnig geturu farið í það sem heitir Open Field Showdown, þar geturu farið í 1 on 1 eða 2 on 2. Svo geturu farið í 4 on 4. EInnig geturu farið í leik sem heitir Crush The Carrier, sem er þannig að þú ert að keppa á móti 6 öðrum, allir á móti öllum og þú átt að ná sem flestum Style Pointum. EInnig getur þú farið í leik sem heitir Jump Ball Battle og átt þú í honum að reyna að grípa fleiri bolta en þrír andstæðingarnir þínir, s.s allir á alla. Einnig geturu farið í Pick Game sem er þannig að þú velur 7 í lið, allir karlarnir í NFL, plús kallar sem þú hefur búið til og The NFL legends, en þú verður að vinna þessar NFL legends á ákveðinn hátt, sem er frekar erfitt að útskýra.

Eitt af því marga sem er nýtt við þennan leik er svona “Walk Move” en þá hleypuru svona á grindverki eða einhverju til að komast framhjá óvinum.

Tónlistin er einnig mjög flott, en ég held að ef þú átt Xbox þá geturu haft þína eigin tónlist, en ég er ekki alveg viss samt.

Grafíkin er einnig mjög flott, samt eingin “dúper” breyting frá gamla leiknum, þótt að hún sé mjög flott í þessum. Einnig er mjög mikið úrval af dóti sem þú getur sett á kallana sem þú býrð til, einnig geturu keypt mikið meira, en peningin færðu með því að klára svokallað Feats eða vinna lið eða eitthvað þannig í Own The City.

Það er líka mjög gaman að vera í svona street game vegna þess að þetta er nú allt smá ýkt, það er allt svona grófara og svo er hægt að gera svona ýmislegt flott, flottar sendingar, flottar viðtökur, flottar tæklingar, flottar undankomur og ýmislegt annað.

Einsog þið hafið kannski tekið eftir í þessari grein er NFL Street 2 endalaus skemmtun, mjög flottur leikur í alla kanta og veit ég að ég hef ekki nærrum því sagt allt um þennan leik, enda man ég kannski ekki allt, en allavega þá mæli ég stórkostlega með þessum leik, all around leikur og mæli ég með að þið stökkvið útí næstu búð og flýtið ykkar að næla í eitt eintak af þessum leik

****1/2 af *****
SUuup