Af Nintendo... Núna ætla ég að skrifa smá grein um það helsta sem er í gangi hjá Nintendo og koma á framfæri mínum skoðunum. Og já, heimildir mínar eru teknar beint af www.nintendo.is og hvet ég alla til að kíkja sem oftast þangað!

Nintendo “Revolution” slúðrið. - tekið af www.nintendo.is
“Heimildarmaður nokkur, sem hafði getið rétt til um ýmsa eiginleika Nintendo DS áður en hún var gefin út, hefur nú ákveðið að láta flakka ýmsar staðreyndir um næstu leikjatölvu Nintendo, Nintendo Revolution…

* Stýripinnarnir munu skynja hreyfingu, ef til vill gæti kappakstursleikur skynjað hliðarhreyfingar og farartækið brugðist við eftir því.
* Hún mun innihalda tvo örgjörva, innbyggt breiðband fyrir netspilun, harðan disk og stuðning fyrir Dolby Digital 5.1 hljóðkerfi og háa skjáupplausn.
* Hugsanlega mun „Game Boy Evolution“* geta tengst við tölvuna.
* Leikjavélin mun, eins og Gamecube, hafa 4 innstungur fyrir stýripinna.
* Revolution mun lesa HD-DVD (High Definition DVD) diska sem eru margfalt stærri en venjulegir DVD diskar.
* Mario, Zelda og Super Smash Bros. leikir verða gefnir út um leið og tölvan.
* Tölvan mun geta spilað Gamecube leiki.”

Þetta er eins og tekið var fram á Nintendo.is bara slúður en ef þetta er satt þá er ég orðin frekar spenntur.

*Ég er ekkert spenntur fyrir að tengja GameBoy við Revolution, fannst lítið gaman að tengja GB Advanced við NGC en það er kannski bara því ég hef aldrei verið mikill aðdáandi GameBoy og svipaðra véla (þó ég sé frekar spenntur fyrir DS!).
*4 stýripinnar, Mario Party klikkar aldrei með félugunum.
*HD-DVD diskarnir. Gífurlegt magn sem þeir taka (veit ekki nákvæmari tölu en kom fram) og mun það verða rosalega þægilegt fyrir leikjaframleiðendur að koma leikjum fyrir á þessa diska.
*Mario, Zelda & co. eru náttúrulega alltaf frábærar fréttir!
*Stórkostlegar fréttir að hún muni getað spilað NGC leiki! Tökum bara dæmi hvað það er þægilegt að kíkja öðru hverju í FF7/8 og fleiri bara á PS2. Kannski ég klári bara Super Mario Sunshine aftur á Revolution, þ.e.a.s. ef maður verður ekki orðin of háður betri grafík ;)



Nintendo DS online! - Tekið af www.nintendo.is

“Þó að Nintendo hafi farið hljótt um möguleika Nintendo DS á að tengjast netinu með Wi-Fi tækni, er nú komið í ljós að líklega er ekki langt þangað til tvískjáa undratækið verði tilbúið að tengjast netinu. Talsmaður Nintendo sagði í gær að Nintendo DS hefði tæknina sem til þurfi og að Nintendo ætli sér bráðlega að tilkynna hver stefna þess væri í þessum málum. Sennilega verður þjónustan eitthvað í líkingu við Xbox Live, sem flestir ættu að kannast við.

Sennilega verður hægt að hlaða niður leikjum og spila við fólk um allan heim. Ímyndið ykkur bara að sitja á bekk í miðbænum að spila Metroid Prime: Hunters við einhvern hinum megin á hnettinum… þetta er framtíðin.”

*“Ímyndið ykkur bara að sitja á bekk í miðbænum að spila Metroid Prime: Hunters við einhvern hinum megin á hnettinum…” nuff said!!!
*“Lófatölva” á netinu? Ég er ekki viss hvað mér finnst um það. Kúl en samt ekki að gera sig þar sem X-Box Live var ekki fjörið sem ég bjóst við, þá held ég að þetta verði ekki nema í mesta lagi miklu skemmtilegra ;) Ættli ég eigi ekki bara bágt með að trúa því að ég geti einn dagin, hvað þá svona bráðlega, gengið í skólan að spila Metroid Prime online. Að undanskildri þeirri ástæðu að hver einn og einasti ljósastaur væri að þvælast fyrir mér!
*Spurning hvort þetta endi eins og þegar allir voru að deyja úr spennu yfir GameCube Online. Mikil sorg að það hafi aldrei komist á neina ferð.



GameBoy & DS go MultiMedia! - Tekið af www.megagames.com
“ Nintendo has announced a multimedia adaptor for its GBA SP and DS handheld platforms which will allow the devices to playback MPEG-4 video and MP3 audio. The new device, or Play-yan as Nintendo has named it, will launch in Japan in mid-February 2005 and is expected to retail for about USD 48.”
*Afsakið að ég þýði þetta ekki*

*Afhverju fatta þeir ekki að láta þetta bera vera fyrir í DS, þá mundi hún seljast miklu betur, annað en að þurfa að kaupa þetta í hana. “Another question arising from this announcement is that if the company can offer these features only 2 months after the DS launch, why were they not included in the final product? Keeping the price down must be the main reason since it gives Nintendo an obvious advantage over its main rival.” Má vera en ég held að ég fari með það rétt að PSP sé mp3 spilari eða álíka?
*Hægt verður að kaupa 256 mb SD kort til að geyma tónlist og myndbönd á og er talað um að mynd gæðin nái 320x240, hvergi var tekið fram hvora vélina það væri miðað við því ég býst við að DS nái betri myndgæðum. Annars geri ég ráð fyrir að þessar upplýsingar séu GameBoy Advanced SP enda eru myndir af henni notaðar sem sýnisdæmi. Möguleiki er á að stærra kort komi seinna.
*Nintendo halda því fram að DS og PSP munu ekki verða í samkepni um “handheld” markaðin því þetta séu svó ólíkar vélar. Ég held nú bara að fyrir stærsta markaðshópnum, litlu krökkunum, skiptir það bara máli að þau geti verið meða þetta í bílnum og hvor vélin gefur út fleiri Pokemon leiki (I think DS has already won?)
Allavega er ég mjög spenntur fyrir DS, á meðan ég hef engan áhuga á PSP.


Vill líka leirétta þann misskilning að PSP búi yfir ösmu grafíklegu eiginleikum og PS2, heldur er það nær PS1, svipað og Nintendo DS en henni er líkt við Nintendo 64 grafíkina. Spurning um að geta tengt hana við sjónvarp og gefa út bestu N64 leikina á hana? Bara á meðan þeir mundu ekki kosta 8 þúsund krónur. Kíkjum aðeins á það… http://image.com.com/gamespot/images/2004/news/05/11/ds/nintendo_ds_screen001.jpg


Líka því ég minntist hérna aðeins á GameCube online, mæli með að fólk kíki á http://oregonstate.edu/resnet/guides/console.php og lesi aðeins yfir þetta. Áhugavert nokk.


Minni fréttir sem eru kannski aðeins eldri.
*Resident Evil 4 er að fá frábæra dóma og er sagt að Capcom hafi toppað sig, vonum ekki.
*Rare, Silikon Knights og Capcom hafa slitið samningum við Nintendo um að gera GameCube leiki og má “þakka” því að RE4 kemur á PS2. Þeir eru sem betur fer ekki hættir, bara farnir að gera leiki á hinar vélarnar líka.


Ég biðs afsökunar á stafsetningarvillum en vona að þið hafið skemmt ykkur við að lesa þetta, endilega komið með ykkar skoðanir!