Grand Theft Auto: San Andreas er besti leikur sem að ég hef prófað. Þetta hef ég alltaf sagt þegar ég prófa nýjasta leikinn í þessarri seríu. Á sínum tíma fannst mér samt GTA III langbestur því að þetta var allt svo nýtt. Bara heil borg sem að maður gat verið að krúsa um og öll í 3D. Ég hef prófað alla leikina í seríunni. Alveg frá 2D leikjunum. Sem að ég spilaði alveg heillengi.

Ég keypti þennan leik daginn sem að hann kom út í Elko og um leið og ég kom heim fór ég í hann. Eða reyndar fór ég að pissa fyrst.

Anywho, núna ætla ég að segja aðeins frá honum. Ég ætla ekki að fara að tala um söguþráðinn samt því það er leiðinlegt að vita hann allann áður en maður klárar leikinn sjálfur.

Það fyrsta sem að mér fannst flott við leikinn, þegar ég prufaði hann, var fílingurinn sem að grafíkin bjó til. Það hafa margir verið að gagnrýna grafíkina í leiknum hef ég tekið eftir en mér finnst það eiginlega bara vitleysa. Þetta er bara besta grafíkin sem að þeir gátu troðið inn í svona risastóran leik. Samt ef að maður er ekki með nýlega tölvu er oft sem að grafíkin verður svoldið skrítin og breytist ekki í Close-Up grafíkina og helst svona eins og hún er þegar maður horfir á hana í fjarlægð. Það lagast samt oft eftir nokkrar sekúndur.

Það fyrsta sem að ég gerði þegar ég var ekki í missioni var að fara í gymið. Ég lyfti þangað til að limitið var búið og svo sá ég einhvern boxara að æfa sig og ég fór og talaði við hann og hann bauðst til að þjálfa mig. Ég sagði já en hann sagði að ég væri ekki nógu massaður. Ef að þú vilt hafa kallinn þinn massaðann þá er það ekki jafn erfitt og ég bjóst við. Bara nokkrar sek. í ræktinni og maður er eins og Jói Fel meira segja massaðri. Það sem mér finnst líka pínu heimskulegt er að maður getur bara lært þrjú ný brögð. Þegar ég las greinarnar um leikinn á netinu hélt ég að það væru einhverjir tugir bragða sem að maður átti að geta lært en það er bara eitt gym í hverri borg og bara hægt að læra eitt nýtt í hverju þeirra. Fyrst lærir maður að kýla eins og boxari, svo í San Fierro lærir maður að taka snúningspark í hausinn á fólki og einhver tvö fleiri spörk og í Las Venturas lærir maður að kýla fólk í andlitið og grípa það og þruma hnénu í andlitið á því (sem að er mjög kúl).
Jæja þetta voru engin svaka vonbrigði en samt smá. Eftir að kallinn var búinn að neita mér, fór ég á Burger Shot að mig minnir og fékk mér Salad Meal.
Eitt sem að mér fannst skrítið er að eina leiðin til að sjá að maður sé svangur er ef maður byrjar að missa Muscle-ið of hratt og þá verður maður að drífa sig að fá sér að éta og æfa sig aftur í ræktinni ef að maður vill halda massanum. Ætti helst að vera einhver svona mælir eða einhver önnur viðvörun áður en að maður byrjar að tapa massanum sem að maður var búinn að vinna fyrir.

Úrvalið af fötum sem að maður getur keypt sér er líka rosalegt. Fyrsta búðin sem að ég sá var Binco sem að á að vera svona ruslbúð. Röðin er Binco, Pro Laps (sem að selur íþróttaföt), Sub Urban, Zip og svo Victim sem á að vera best. Hún er reyndar líka svoldið furðuleg. Það eru búr og málaðar blóðslettur inn í búðinni, sem að er með alveg hvíta veggi. Fyrst hélt ég að þetta ætti að vera einhver ruslbúð en svo sá ég fötin og verðin. Ég er oftast í fötum frá Victim eða Zip svo að stelpunum líki við mig. Reyndar verð ég að vera í einhverju grænu svo að ég fái Respect frá klíkumeðlimunum og það er ekki mikið um græn föt þarna sem að eru flott. Ég fékk mér bara græna derhúfu frá Binco. Það er hægt að kaupa sér föt eiginlega alveg eins og í alvörunni: Torso (peysur og bolir), Legs (buxur), Shoes (skór), Chains (keðjur), Watches (úr), Shades (sólgleraugu) og Hats (hattar og höfuðklútar) eru flokkarnir og það er fullt af hlutum innan þessarra flokka.

Það er ennþá rosalegra allar leiðirnar sem að maður getur aflað sér peninga með. Ef að maður vill græða rosalega mikla peninga getur maður farið að veðja á hesta. Það er undir stórri brú með fullt af akreinum í Downtown. En ef að maður er rétt að byrja getur maður farið að ræna hús eða spila í Pool.
Til að ræna hús verður maður að klára mission með Ryder og þá getur maður fundið bíl sem heitir Boxville nálægt ræktinni í Los Santos. Maður getur bara rænt á milli 20:00 til 6:00. Þá ýtir maður bara á R3 og keyrir um og leitar að húsum með gulum örvum fyrir framan hurðirnar, leggur bílnum fyrir utan og læðist inn. Maður getur stolið sjónvörpum, græjum, videotækjum og örbylgjuofnum og örrugglega fleiru. Það er náttúrulega ákveðin áhætta að ræna hús. Ef að Noise bar-ið fyllist vaknar fólkið sem býr í húsinu og þá fær maður tíu sekúndur áður en að löggan kemur til að koma sér út úr húsinu.
Pool-ið virkar alveg eins og við mátti búast, tekur bara kjuðann og skýtur kúlunum ofan í holurnar. Það er bara hægt að veðja $1000 þarna og þetta er í Ganton hverfinu sem að maður byrjar í. Barinn sem að pool borðið er á er ekki merktur á kortinu en ef að maður keyrir beint út úr götunni sem að hús CJ, Sweet og Ryders eru sér maður hús með gulri ör fyrir utan.
Svo náttúrulega þegar maður er kominn í Las Venturas getur maður farið að gambla og ef að maður tekur yfir nógu mikið af hverfum gefa þau rosalega mikinn pening af sér þó að það sé bara hægt að taka yfir hverfi í helmingnum af Los Santos. Sem að voru vonbrigði. Að minnsta kosti hafa þennan möguleika í öllu Los Santos til að maður geti montað sig af því að eiga Los Santos.
Ef að maður vill taka yfir hverfi þarf bara að drepa fjóra klíkumeðlimi í hverfinu sem að maður vill taka yfir þá byrjar Gang War og þá koma þrjár Waves af köllum sem að reyna að drepa mann. Það er samt bara nóg að standa í beinni götu með engum beygjum með M4 og skjóta þá alla saman áður en þeir komast nógu nálægt þér.
Maður fær gríðarlegt Respect ef að maður tekur yfir hverfi og ég held að það fari líka smá eftir hverfunum. Eins og ef að maður tekur yfir hverfi í Idlewood sem að er staðurinn sem að er mest barist um fær maður kannski meira Respect heldur en ef að maður tæki yfir lítið hverfi lengst í burtu.
Önnur leið til að fá Respect er að taka spreybrúsa og spreyja Grove Street yfir merkin hjá hinum klíkunum eins og Varrios Los Astecas merkin eða Ballas eða kannski Vagos.

Vopnin eru líka flott þó að það séu ekkert miklu fleiri en voru í Vice City. Þeir hefðu kannski mátt bæta fleiri vopnum við, til nóg af þeim í heiminum. Samt það að maður getur haldið á tveimur Uzi byssum í einu bætir eiginlega skortinn á úrvalinu upp. Ekki alveg samt.
Uppáhaldsbyssan mín verður að vera Sawn-Off Shotgun, get nefnilega haldið á tveim í einu og drepið hvern sem að vogar sér að koma nálægt mér.
Ég leik mér oft að drepa dópsala eða Ballas og Vagos gaurana. Það er oft sem að ég byrja óvart Gang War þegar ég er að leika mér að drepa þá og þá er ég kannski ekki með nóg af skotum í M4 byssuna og þá er maður í vondum málum því að Uzi og haglabyssurnar eru ekki nógu nákvæmar og drífa ekki nóg til að maður geti skotið þá áður en þeir geta skotið mann sjálfan.
Ég er samt kominn með svo mikinn pening á því að gambla og veðja á hesta að ég er oftast með nóg af skotum í byssurnar. Skotin eyðast samt mjög hratt þar sem að ég er alltaf að leika mér að skjóta fólk á götunni. Skrítið hvað eitthvað svona rosalega einfalt getur verið svona rosalega skemmtilegt. Samt býst ég við að fá leið á þessu eftir nokkra daga.

Farartækin eru líka snilld. Búið að bæta helling við en samt eru nokkur sem að hafa verið í hinum leikjunum. Ég fékk leið á þeim þá og finnst ekki sniðugt að hafa þau aftur. Mér er sama þó að þetta sé raunverulegt og hefði ég frekar viljað að þeir eyddu þessu plássi í nýja bíla. Samt er búið að breyta þeim smá sem betur fer.
Það sem mér finnst flottasta nýjungin í bílunum er líklegast Car Modification möguleikinn. Þá getur maður keyrt ákveðnum bílum inn í bílskúr og breytt þeim næstum því alveg. Hægt að breyta þakinu, dekkjunum, og bæta nitro í bílinn þannig að hann fer upp í mesta hraðann á nokkrum sekúndum, og margt margt margt fleira. Það er reyndar rosalega erfitt að stýra bílunum þegar þeir fara svona hratt og ekki sniðugt að gera þetta ef að maður þarf að taka krappar beygjur. En það er bara raunverulegt. Ekkert létt að stýra bílunum á 250 kílómetra hraða.
Ég hef prófað bátana rosalega lítið enda finnst mér þeir frekar leiðinlegir og lítið að gera á þeim en það er rosalega raunverulegt og flott að stýra þeim. Það er líka hovercraft í þessu þannig að maður getur keyrt bátnum á landi.
Mér finnst samt flugvélarnar langskemmtilegastar af öllum farartækjunum. Hægt að fljúga einkaþotum og litlum farþegaþotum, gömlum flugvélum frá seinni heimstyrjöldinni, herþotum (sem að mér finnst snilld) og það er hægt að skjóta svona flugskeytum á herþotunum. Ýtir bara á R1 og heldur inni þangað til að skotmarkið breytist frá grænu í rautt og þá skýtur maður sprengju sem að eltir skotmarkið og sprengir til helvítis. Stýrikerfið fyrir flugvélarnar er líka magnað. Það er ekki lengur eins og flugvélin sé ef þung til að geta haldið sjálfri sér uppi eins og var í Vice. Það er líka hægt að snúa vélinni ef að maður þarf að fljúga á milli bygginga sem að eru þétt saman eða eitthvað álíka. Snúið henni bara alveg á hlið þannig að einn vængurinn bendir upp og hinn niður.
Það er líka ein herstöð einhversstaðar nálægt flugvelli sem að maður þarf að kaupa í missioni og ef að maður flýgur yfir hann er skotið tveimur flugskeytum á mann. Það er ekkert létt að forðast þau heldur. Maður þarf að taka stóra hringi og sikk sakka og þá er ekki einu sinni víst að maður sleppi. Í flestum flugvélunum eru samt fallhlífar þannig að ef að það er skotið í vængina og maður missir stjórn að þá er ekkert mál að hoppa út. Þó að maður sé langt fyrir ofan skýin. Grafíkin er líka hönnuð þannig að maður getur horft yfir risastórt svæði ef að maður er í flugvél eða ofan á Mt. Chiliad.
Svo má náttúrulega ekki gleyma hjólunum. Ef að maður þarf að komast yfir sveitina er hjólið besta leiðin. Það er hægt að komast þokkalega hratt á þeim og þau drífa meira en öll hin farartækin og ef að maður er ekki að drífa þarf bara að drita hraðar á X og þá kemst maður líklegast hvert sem að maður var að reyna að fara.

Hljóðin í þessum farartækjum eru líka öll rosalega vel gerð og raunveruleg. Talandi um hljóðin að þá eru útvarpsstöðvarnar líka gargandi snilld. Ég hlusta örrugglega mest á Radio X og Playback FM en það eru margar aðrar skemmtilegar og allir ættu að finna eitthvað við hæfi. Ef ekki ertu kröfuharður asni. Ok ég ætla að segja “bara djóka” til að fólk móðgist ekki. Ehemm allaveganna þá er líka húmorinn í þessum útvarpsstöðvum jafn steiktur og hann var í Vice og getur verið rosalega fyndinn stundum. Samt voru tal útvarpsstöðvarnar í VC miklu skemmtilegri en í SA. Leikararnir og samtölin eru samt miklu betri í SA eins og officer Tenpenny, leikinn af Samuel L. Jackson, er svakalega vel leikinn og CJ er líka snilldarlega leikinn af Young Maylay.

Ég held að það sé ekki hægt að gefa þessum leik lélegan dóm og flestar vefsíður virðast vera sammála mér um það. Ef þú átt ekki leikinn þarftu að hlaupa út í búð og kaupa þér hann því að þetta er án efa besti leikur hingað til að mínu mati og margra annarra.