Jæja, næsta greinin mín um San Andreas fjallar um klíkurnar. Þeir eru búnir að gefa upp fullt um klíkurnar þannig að það verður allveg nóg efni í aðra grein.

Klíkurnar í San Andreas er mjög stór hluti af leiknum og Rockstar kynnti sér hvernig klíkulífið var á þessum tíma og töluðu við hundruði af fólki. Hvernig maður klæðir sig og lítur út skiptir rosalega miklu máli ef að maður vill vingast við klíku eða vill ekki að klíkumeðlimir ráðist á mann, skjóti mann í tætlur eða berji mann í mauk ef að maður hættir sér inn á svæði þeirra. Ballas, Vagos, Orange Grove Families og Varrios Los Aztecas eru aðal klíkurnar í Los Santos, heimabæ CJ.

Tattú, föt og handamerki eru nokkrar af leiðunum til að þekkja ákveðnar klíkur. Í San Andreas eru puttarnir á fólkinu ekki lengur fastir saman þannig að ef að maður vill sýna virðingu, óvirðingu eða annað við aðrar klíkur eru handamerki ein af leiðunum. Ef að maður er með rétta útlitið getur það komið í veg fyrir að bílnum manns verði stolið eða að klíkurnar ráðist á mann en ef að maður fer inn á svæði kannski Vagos og lítur út eins og Los Astecas meðlimur er mikil hætta á því að það verði ráðist á mann. Tattú og föt þjóna tveim tilgöngum, þau láta klíkurnar í kringum mann vita í hvaða liði maður er og hjálpa löggunni að bera kennsl á einhvern ef að einhver deyr.

Ballas, Vagos, Orange Grove Families og Varrios Los Aztecas eru með ákveðin svæði útum alla Los Santos borg og ein af leiðunum til að vita hvar maður er, er graffítí. Til að vita hvar yfirráðasvæði klíku endar getur maður oft séð klíkumeðlimi slást eða gera Drive-By´s eða eitthvað álíka. Það á að vera nógu greinilegt allaveganna. Það eiga líka að vera einhverskonar merki allt útum yfirráðasvæðin þannig að það á að vera erfitt að vita ekki hvar maður er.

Flestum klíkunum, ekki öllum þó, er skipt upp í svokallaða hópa eða minni klíkur inn í stærri klíkunum. Þessar minni klíkur geta stundum verið óvinir og þá gætu þær farið að slást og orðið óvinir CJ ef að hann fylgir einni minni klíkunni í staðinn fyrir annarri. En það eru náttúrulega einhverjar klíkur sem að fylgja CJ og myndu hjálpa honum ef að hann væri í vandræðum með aðrar klíkur eða lögregluna.

Hérna eru klíkurnar og minni klíkurnar í Los Santos. Fyrst Orange Grove Families sem að er gamla klíkan hans CJ.


Orange Grove Families
Þetta var einu sinni valdamesta klíkan í Los Santos en það hefur breyst í gegnum árin útaf áhrifum dóps og rifrildum sem að leiddu til þess að klíkan klofnaði niður í smærri hópa. Þeir eru núna í slæmri stöðu því að Ballas klíkan er búin að umkringja þá næstum því algjörlega. Þeir klæðast grænum buxum, hettum og hausklútum.

Temple Drive Families
Þetta er klíka sem að var einu sinni hluti af Orange Grove Families en klofnaði frá þeim á meðan CJ var í burtu. Temple Drive Families klíkan er með svæði norðan við Los Santos og myndu hjálpa CJ ef að hann er í vandræðum.

Seville Boulevard Families
Eins og Temple Drive Families klíkan var þessi klíka hluti af Orange Grove Families klíkunni. Aztecas og Vagos eru eiginlega alveg búnir að uppræta þessa klíku. Þeir halda litlu svæði sunnan við Saints leikvanginn. Þeir myndu hjálpa CJ á móti öðrum klíkum og löggum en óvinskapurinn á milli klíkanna gæti leitt til þess að það breytist.


Ballas
Óvinaklíka Orange Grove. Þeir klæðast fjólubláum fötum.

Front Yard Ballas
Front Yard stjórna Jefferson og eru verstu óvinir Orange Grove. Þeir eru langstærstu dópsalarnir í Los Santos.

Rollin Heigts Ballas
Þessir styðja Front Yard Ballas klíkuna og halda Glen Park svæðinu í Los Santos þó að yfirráðasvæði þeirra sé að stækka inn í Idlewood sem að er sá staður sem að er hvað mest slegist um.


Los Santos Vagos
Latínsk klíka sem að er með svæði í kringum Las Colinas og Los Flores. Þessi klíka er byrjuð að selja dóp og er að slást um Austur Los Santos sem að er á milli Ganton, Jefferson og Los Flores. Þeir klæðast gulum klæðnaði.


Varrios Los Aztecas
Þessi klíka er latínsk eins og Vagos og eru með svæði í Little Mexico og El Corona við höfnina. Vinur CJ, Cesar, var í þessari klíku. Það er hægt að þekkja Aztecas klíkuna á ljósbláum fötum þeirra og því að þeir keyra um á mjög flottum bílum. Þeir eru í því að selja bíla og allskyns farartæki. Aðal óvinir þeirra eru Los Santos Vagos.