Jæja það er loksins komið nóg efni í aðra grein þar sem að Rockstar eru alltaf að gefa upp fleiri og fleiri hluti um þennan magnaða leik. Ef að þið viljið lesa hina greinina eftir Ulvur að þá er hægt að finna hana hérna: http://www.hugi.is/leikir/articles.php?page=view&contentId=1653665 fyrir þá sem vilja lesa hana. Ég ætla bara að segja frá því sem að er nýlega búið að gefa upp.


Ég ætla að byrja á því sem að er búið að bætast við söguna.
Eftir að Carl Jhonson (CJ) er neyddur aftur til San Andreas eftir að mamma hans var drepin hittir hann æskuvin sinn, Cesar sem að er með systur hans. Saman, stofna þeir bílabúð en fyrst að þetta er GTA að þá er þetta náttúrulega ekki fullkomlega löglegt allt saman. Í fyrsta missioninu að þá fara CJ og Cesar saman að fá nokkra bíla lánaða hjá stærri bílasölu. Þeir fá þá semsagt lánaða með því að hoppa inn í þá, keyra þeim í gegnum sýningargluggann og bruna í burtu.


Í næsta missioni fer hann að hitta Wuzi Wu, foringja Triad gengisins. Hann biður CJ um að hjálpa sér að bjarga nokkrum innflytjendum sem að eru í haldi í stórum togara. Þeir fara saman í þyrlu en því miður er þyrlan skotin niður. Þarna fær maður að prófa sundkerfið. Eina leiðin til að verða betri í því að synda er að synda. Það eru engar sundlaugar í ræktinni þannig að maður verður bara að finna sér vatn eða sjó og æfa sig þar. Þegar þeir eru komast upp á togarann er hægt að prófa svoldið sem að mér finnst magnað, Stealth-Kill. Þetta gengur út á það að drepa verði eða þá sem að eru í vegi manns án þess að vara hina verðina við svo að þeir komi ekki með her sem að maður þarf að eyða kúlum í. Það er líka komið annað nýtt í leikinn sem að vantaði í hinn leikinn, maður getur klifrað upp á kassa og gáma að vild. Þegar maður kemst inn í togarann og finnur innflytjendurnar kemur að manni maður að nafni Snakehead. Snakehead kastar Katana sverði að CJ og biður hann um að slást við sig. Maður getur reyndar valið hvort maður vill skjóta hann eða slást við hann með Katana sverðinu.


Eins og í gömlu leikjunum byrjar maður með svokallað Safe-House þar getur maður vistað leikinn, spilað leikjatölvur eða skipt um föt. Fyrsta Safe-House-ið sem að CJ fær er hús mömmu hans en þegar maður kemst lengra getur maður náttúrulega unnið eða keypt fleiri Safe-House staði.


Það sem að er nýtt í skotkerfinu er það að maður getur þjálfað skotfimni sína og hversu mörgum kúlum byssan skýtur á sekúndu. Þegar að maður ýtir á L1 til að miða sést hvað maður er góður með byssuna sem að maður heldur á. Allar byssur byrja með Poor en ef að maður þjálfar sig er hægt að komast upp í Hitman. Það er líka hægt að þjálfa sig í Ammu-Nation búðunum þar sem að er svokallað Shooting-Range og þar keppir maður við tvö aðra kalla. Skotfimni og betri byssa er ekki það eina sem að maður getur unnið að því að þjálfa sig í. Maður getur líka upgrade-að sig til að geta skotið á hlaupum og haldið á tveim byssum í einu og fleira. Það er líka hægt að þjálfa sig bara með því að skjóta fólk á götunni eða óvini sína.


Þeir eru búnir að gefa upp frekar mikið um bardagakerfið. T.d. það að til að maður geti lært ný brögð er hægt að fara í svokallað Dojo. Í hverjum svona Dojo stað er lyftingarbekkur og hlaupabretti og oftast hringur þar sem að þú hittir þjálfarann þinn. Eftir að þú talar við hann smá að þá getir þú valið hvort þú vilt fá þjálfun frá honum eða ekki. Ef að þú segir já að þá þarft þú að slást við hann og vinna til að hann þjálfi þig. Ef að þú vinnur að þá færð þú ný brögð sem að koma í staðinn fyrir gömlu brögðin. Í hvert skipti sem að þú vinnur þjálfarann þinn að þá lærir þú ný og betri brögð sem að koma í staðinn fyrir gömlu brögðin. En ef að þér líkaði gömlu brögðin betur að þá getur þú alltaf komið aftur og lært þau aftur ef að þú vilt. Þú getur samt ekki lært fyrstu brögðin sem að þú byrjaðir með aftur. Lítill tilgangur í því hvort eð er þar sem að þau eru sjálfsagt lélegust. Þeir sögðu líka að það væri hægt að læra combo í leiknum, semsagt ýta á einhverja ákveðna takka samtímis til að gera öflugari brögð. Það á líka að vera þannig að það að þjálfa þarna þjálfar líkamann jafn mikið og ef að þú færir í ræktina. Að fara í ræktina eða svona Dojo kostar náttúrulega allt saman peninga eins og flest annað.


Tíu nýjar útvarpsstöðvar bætast líka við og hér ætla ég að fjalla um þær.

Fyrsta útvarpsstöðin er Master Sounds og þar er aðallega spilað funk. DJinn er Jhonny “The Love Giant” Parkinson, minnsti risi í heimi.

Næsta útvarpsstöðin er Playback og þar er DJinn Forth Right MC sem að hefur skoðun á öllu. Og að hlusta á óviðjafnanlegu samsæriskenningar Forth Right er eins og kennslustund í sögu.

Þriðja stöðin er Bounce FM þar sem að hinn ólýsanlegi Funktipus spilar Funkið sjálft. Hljóðið sem að hefur haft Los Santos að djamma í tuttugu ár er nú á ,,Partíinu” á Bounce FM. Funktipus mun opna augun þín fyrir því hvað er í raun og veru í gangi þarna úti.

Á K-DST er Tommy “The Nightmare” Smith og þar er spilað endalaust rokk og ról.

Djarnir á K-Jah West eru Marshall Peter og Johnny Lawton sem að rífast um allt og spila reggae.

CSR með honum Philip “PM” Micheals sem að spilar öll vinsælustu lögin.

Radío X: The Alternative er stjórnað af Sage sem að spilar nútímarokk.

Mary-Beth Maybell stjórnar K-Rose og spilar kántrí með öllum stærstu stjörnunum með bestu tónlistina.

Julio G með West Coast rapp á Radio Los Santos.

SF-UR með æsta þýska manninum, Hans Oberlander.


Það seinasta sem að ég ætla að fjalla um er stýrikerfið og ökutækin. Þeir sem að fíla bílaleiki eiga örrugglega eftir að fíla þennan leik. Það er hægt að fara í ökuskóla þar sem að maður getur lært fullt af nýjum brögðum eins og að stýra bílnum með sprungið dekk og lært allskonar flott brögð. Það er líka búið að bæta aðeins við möguleikana sem að maður hefur á að breyta bílnum sínum. Það er hægt að gera örlítið meira en að mála bílinn núna. Maður getur breytt bílnum eiginlega algjörlega. Maður getur látið nýja aukahluti (Dekk, Spoilera, þak, og fullt af fleiri hlutum) maður getur málað hann líka alveg eins og maður vill og breytt litnum og málað merki á hann og meira að segja búið til sín eigin merki og smellt á bílinn.


Heimildir fengnar úr fullt af blöðum, vinum og netsíðum.

Grand Theft Auto: San Andreas kemur út 29. óktóber.